- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már andar ofan í hálsmálið á Lindberg

Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson er þremur mörkum á eftir markahæsta leikmanni þýsku 1. deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi en bæði Bjarki Már og sá markahæsti, Hans Lindberg, léku með liðum sínum í kvöld þegar hluti af næst síðustu umferð deildarinnar fór fram. Segja má að Bjarki Már, sem varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020, andi ofan í hálsmálið á Lindberg fyrir lokaumferðina.

Lindberg er með 233 mörk eftir að hafa skorað fimm mörk fyrir Füchse Berlin í jafntefli við Balingen á útivelli. Bjarki Már skoraði aftur á móti níu mörk þegar Lemgo náði jafntefli á móti Göppingen í suður Þýskalandi, 33:33.


Ómar Ingi er síðan skammt á eftir Lindberg og Bjarka Má með 218 mörk. Ómar Ingi á tvo leiki eftir óleikna.


Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen gegn Lemgo og átti þrjár stoðsendingar. Jafntefli tryggði Göppingen fimmta sæti deildarinnar hvernig sem leikur liðsins fer í lokaumferðinni. Fimmta sætið er verðmætt þar sem það veitir liðinu þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnistímabili.


Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason og félagar í Balingen halda í vonina um að hanga upp í 1. deildinni eftir jafntefli við Füchse Berlin á heimavelli, 23:23. Oddur fékk tækifæri til þess að tryggja Balingen sigurinn í lokin en skot han var varið.

Balingen er með 16 stig í næst neðsta sæti þegar liðið á einn leik eftir. GWD Minden hefur einnig 16 stig í þriðja neðsta sæti en á leik til góða á Balingen. Minden fær Erlangen í heimsókn á morgun þegar síðustu leikir 33. umferðar fara fram.


Oddur skoraði þrjú mörk fyrir Balingen, ekkert þeirra úr vítakasti. Daníel Þór átti eitt markskot sem geigaði. Hann lét til sín taka í vörninni og var einu sinni vísað af leikvelli fyrir vikið.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer þegar liðið vann góðan sigur á Flensburg í Flens-Arena, 24:21. Teitur Örn Einarsson var ekki með Flensburg í dag fremur en í síðasta leik.


Hvorki Alexander Petersson né Arnar Freyr Arnarsson skoruðu fyrir Melsungen í fimm marka sigri liðsins, 27:22, á Wetzlar á heimavelli. Tapið gerði endanlega út um vonir Wetzlar á að ná fimmta sætinu af Göppingen.


Ýmir Örn Gíslason var allt í öllu í vörn Rhein-Neckar Löwen í átta marka tapi á heimavelli fyrir Kiel, 26:34. Löwen var marki yfir í hálfleik, 15:14. Ýmir Örn skoraði ekki mark að þessu sinni.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -