- Auglýsing -
Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Brynjar Jökul Guðmundsson til næstu tveggja ára.
Brynjar Jökull, sem var árum saman einn allra fremsti skíðamaður landsins í alpagreinum og Ólympíufari, hefur eftir að hann hætti keppni sem afreksmaður á skíðum leikið m.a. með með Stjörnunni og Gróttu í Olísdeildinni.
Brynjar Jökull kemur til Víkings frá Vængjum Júpíters. Hann var einn markahæsti línumaðurinn í Grill66-deildinni á seinasta tímabili.
Auk þess að vera öflugur línumaður er Brynjar Jökull heljarmenni að burðum og sterkur varnarmaður enda m.a. 205 cm á hæð.
Brynjar Jökull þekkir vel til í Víkinni en hann lék með liði félagsins keppnistímabilið 2012-2013 í handknattleik. „Það er ávallt gleðitíðindi þegar leikmenn snúa heim í uppeldisfélagið sitt og okkur sönn ánægja að tilkynna þennan góða liðsstyrk,“ segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Víkings sem barst handbolta.is síðdegis.
- Auglýsing -