- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU20: Skoruðu aðeins fimm sinnum hjá Evrópumeisturunum

Línukona landsliðs Mexíkó á auðum sjó í leik Mexíkó og Þýskalands í gær. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, lauk í gær þegar átta leikir voru háðir í fjórum riðlum. Evrópumeistarar Ungverja í flokki 19 ára og yngri á síðasta ári, tóku bandaríska landsliðið í kennslustund, 46:5. Bandarísku stúlkurnar skoruðu aðeins tvö mörk í fyrri hálfleik gegn sigurstranglegasta liði mótsins.


Eins vekur athygli að lið Angóla vann öruggan sigur á tékkneska landsliðinu. Þar með er sennilegt að Tékkar sitji eftir með sárt ennið en Angóla fylgi Rúmenum í 16-liða úrslit en tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í 16-liða úrslit.
Þriðju og síðustu umferð í A, B, C og D-riðlum fer fram í dag.


H-riðill:
Pólland – Egyptaland 25:27.
Bandaríkin – Ungverjaland 5:46.

Standings provided by SofaScore LiveScore

F-riðill:
Mexíkó – Þýskaland 14:42.
Slóvenía – Chile 29:13.

Standings provided by SofaScore LiveScore


E-riðill:
Tékkland – Angóla 25:36.
Litáen – Rúmenía 20:29.

Standings provided by SofaScore LiveScore

G-riðill:
Austurríki – Króatía 26:40.
Sviss – Kasakstan 43:21.

Standings provided by SofaScore LiveScore


Úrslit og stöðuna í A, B, C og D-riðlum er að finna í fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -