- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyþór tekur við af Svavari

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfossliðsins. Mynd/UMFS/ÁÞG
- Auglýsing -

Eyþór Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs Selfoss í handknattleik kvenna en liðið vann sér í vor sæti í Olísdeildinni eftir fjögurra ára veru í Grill66-deildinni.


Eyþór er Selfyssingur í húð og hár og lék með meistaraflokki karla frá 2007-2013 og hefur verið þjálfari yngri flokka síðustu 15 ár. Hann er því öllum hnútum kunnugur hjá deildinni þótt hann sé nýgræðingur í þjálfun liðs í Olísdeildunum.


Eyþór tekur við stjórnartaumunum af Svavari Vignissyni sem hætti þjálfun kvennaliðs Selfoss eftir nýliðið tímabil vegna anna í sínu aðalstarfi. Í tilkynningu handknattleiksdeildar Selfossar vegna ráðningar Eyþórs er Svavari þökkuð góð störf fyrir deildina.


„Deildin er gríðarlega ánægð með að geta ráðið heimamann í starfið og bindur miklar vonir við Eyþór, sem er ungur og metnaðarfullur þjálfari. Það er mjög spennandi vetur í vændum hjá meistaraflokki kvenna,“ segir einnig í tilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss.

Eftirtaldir þjálfa liðin í Olísdeild kvenna leiktíðina ''22/23:
Fram: Stefán Arnarson.
Valur: Ágúst Þór Jóhannsson.
KA/Þór: Andri Snær Stefánsson. 
ÍBV: Sigurður Bragason. 
Stjarnan: Hrannar Guðmundsson.
Haukar: Ragnar Hermannsson. 
HK: Samúel Ívar Árnason.
Selfoss: Eyþór Lárusson.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -