Jóhannes Berg Andrason skoraði þrjú mörk í leiknum við Serba. Hér eitt þeirra hugsanlega í uppsiglingu. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -
Ísland og Serbía skildu með skiptan hlut í fyrsta leik landsliða þjóðanna á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri, 28:28, í Senhora da Hora, Matosinhos, við Porto síðdegis í dag. Íslenska landsliðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.
Næsti leikur íslensku piltanna verður á móti landsliði Ítalíu klukkan 11 í fyrramálið að íslenskum tíma. Ítalir töpuðu fyrir Þjóðverjum í dag með níu marka mun, 35:26.
Jónas Árnason er einn Íslendinganna sem fylgir landsliðinu eftir á EM. Hann var svo vinsamlegur að senda handbolta.is nokkrar myndir frá leiknum sem birtast hér fyrir neðan. Kærar þakkir, Jónas.