- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Hollendingar vilja fylgja eftir sigrinum á HM

Leikmenn hollenska landsliðsins fagna sigri á heimsmeistaramótinu í Japan fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir dagar eru þar til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Hollands, ríkjandi heimsmeisturum. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.


Bronsverðlaunahafar Evrópumótsins og ríkjandi heimsmeistarar eru sannarlega á meðal þeirra sem gera tilkall til titilsins á þessu móti. Á undanförnum árum hefur hollenska liðið öðlast reynslu og sjáfstraust bæði sem lið og ekki síst einstaklingarnir sem skipa liðið. Þeir leika með flestum af bestu félagsliðum Evrópu. Sú staðreynd að hollenska liðið hefur náð í undanúrslit á síðustu sex stórmótum gerir liðið að einu besta landsliði í kvennahandboltanum enda einstakur árangur.

Á Ólympíuleiknum 2016 náði hollenska liðið ekki að vinna til verðlauna en á öllum öðrum mótum frá 2016 hafa Hollendingar verið á verðlaunapalli. Þeir uppfylltu langþráðan draum um gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Japan á síðasta ári eftir sigur á Spánverjum í æsispennandi úrslitaleik, 30:29.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
2. sæti 2016
3. sæti 2018
Heimsmeistaramót
1. sæti 2019
2. sæti 2015
3.sæti 2017
Ólympíuleikar
4. sæti 2016

Verður hægt að fylla skarð Polman?

Estavana Polman sem var valin mikilvægasti leikmaður liðsins á HM 2019 getur ekki leikið með liðinu að þessu sinni sökum meiðsla. Ljóst er að pressan mun í staðinn aukast á Lois Abbingh. Hún var markahæsti leikmaður liðsins á HM. Hollenska liðið er þó ekki óvant því að þurfa að fylla skörð góðra leikmanna. Á EM 2018 missti liðið báða línumenn sína, Yvette Broch og Danick Snelder, en þrátt fyrir það náði liðið að vinna til verðlauna.

Groot hætti fyrir 2 árum

Eftir EM 2018 ákvað Nycke Groot að leggja landsliðsskóna á hilluna og margir héldu að það yrði erfitt fyrir hollenska liðið að komast yfir það. Heldur betur reyndist það ekki verða raunin eins og sigurinn á HM sannaði.

Það hefur einkennt hollenska liðið að þegar að margir telja það vera veikara en árið á undan þá hefur það ekki reynst verða raunin.

Aðrir leikmenn sem vert er að veita athygli á EM er línukonan unga, Nikita van der Vliet. Hún varð markadrottning HM unglinga árið 2018. Hin er skyttan Harma van Kreij sem spilar með Krim. Báðar þreyta þær frumraun sína á stórmóti fullorðinna að þessu sinni.

Leiðin að þriðju úrslitahelginni

Hollenska liðið mætir fullt sjálfstrausts til leiks á þessu móti. Það er í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Króatíu og verður að teljast líklegt til að fara upp úr riðlinum. Í milliriðlakeppninni bíður væntanlega Noregur, Rúmenía, Þýskaland eða Pólland úr B-riðli. Hollenska landsliðið þarf að ná sínu besta fram til að komast alla leið í undanúrslit á mótinu og það á þriðja EM í röð.

Leikir Hollands á EM:
4.12.Holland-Serbía, 19.30
6.12.Króatía-Holland, 17.15
8.12.Holland-Ungverjal., 19.30
RÚV sýnir flesta leiki mótsins.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: PóllandKróatíaTékklandSlóveníaSvartfjallaland
SpánnÞýskalandSerbíaSvíþjóðNoregur, Ungverjaland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -