- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron tók af skarið í Álaborg

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru ósigrandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold tókst að velgja Spánarmeisturum Barcelona undir uggum síðla viðureignar liðanna í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Álaborg í kvöld. Barcelona var sterkara á lokasprettinum og munaði þar ekki minnst um að Aron Pálmarsson tók af skarið og skoraði tvö af síðustu fjórum mörkum liðsins í þriggja marka sigri, 35:32.

Aron var markahæstur hjá Barcelona að þessu sinni. Hann skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu. Barcelona er áfram ósigrað í B-riðli með 16 stig að loknum átta leikjum. Aalborg með Arnór Atlason í þjálfarateyminu er sem fyrr í þriðja sæti með 10 stig.


Veszprém, sem vann Kiel á heimavelli í kvöld, 41:33, í er í öðru sæti með 13 stig. Kiel er þremur stigum á eftir Aalborg með sjö stig.

Barcelona-liðið endurheimti Luca Cindric í kvöld. Hann hafði setið yfir í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. Cindric lék vel og skoraði m.a. fimm mörk og átti tvær stoðsendingar.

Spánarmeistararnir voru fjórum mörkum yfir í kvöld að loknum fyrri hálfleik, 19:15. Danirnir gáfust ekki upp þótt það væri á brattann að sækja. Þeim tókst að jafna metin, 31:31, þegar skammt var til leiksloka. Þá gerðu leikmenn Barcelona það sem þeir eru ráðnir til.

Mörk Aalborg : Nikolaj Christensen 10, Magnus S. Jensen 4, Rene Antonsen 4, Buster Juul 3, Mark Marcher 3, Lukas Sandell 2, Mads Christiansen 2, Jonas Samuelsson 1, Henrik M. Jensen 1, Benjamin Jakobsen 1, Mikael Aggefors 1.

Mörk Barcelona : Aron Pálmarsson 6, Timothey N´Guessan 5, Luka Cindric 5, Dika Mem 4, Ludovic Fabregas 4, Aleix Gomez 3, Aitor Ariño 3, Jure Dolenec 2, Raul Entrerrios 2, Cedric Sorhaindo 1.

Veszprém – THW Kiel 41:33 (19:19)

Eins og tölurnar gefa til kynna þá réðu leikmenn Veszprém lögum og lofum í síðari hálfleik. Daninn Rasmus Lauge meiddist á hné í leiknum og er hugsanlegt talið að meiðslin séu alvarleg.

Mörk Veszprém : Petar Nenadic 10, Andreas Nilsson 7, Vuko Borozan 7, Yahia Omar 6, Kentin Mahe 5, Gasper Marguc 4, Manuel Strlek 1, Rasmus Lauge 1.

Mörk Kiel : Niclas Ekberg 7, Domagoj Duvnjak 6, Steffen Weinholm 5, Sander Sagosen 4, Harald Reinkind 3, Hendrik Pekeler 2, Patrick Wiencek 2, Magnus Landin 1, Rune Dahmke 1, Miha Zarabec 1, Pavel Horak 1.

Aðeins tveir leikir fóru fram í kvöld. Annað kvöld verða fjórir leikir á dagskrá.

Staðan í B-riðli:
Barcelona 16(8), Veszprém 13(8), Aalborg 10(9), Kiel 7(8), Nantes 4(5), Motor 4(5), Celje 2(7), Zagreb 0(6).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -