- Auglýsing -
Handknattleikskonan Katrín Erla Kjartansdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu og mun spila með liðinu í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili. Félagið segir frá komu hennar í morgun.
Katrín Erla er uppalin í Fylki en hefur leikið með meistaraflokki sameinaðs liðs Fylkis/Fjölnis síðustu árin. Hún spilar fyrir utan, á miðjunni eða í skyttustöðu.
Afturelding féll úr Olísdeildinni í vor eftir eins árs veru en hafði áður staldarað við í eitt ár í Grill66-deildinni og verið eitt ár þar á undan í Olísdeildinni.
Ljóst er að það stefnir í hörkukeppni í Grill66-deild kvenna á næsta keppnistímabili vegna þess að ÍR, Grótta, Víkingur og FH hafa sótt liðsstyrk fyrir átökin sem standa fyrir dyrum.
Keppni hefst í Grill66-deild kvenna sunnudaginn 25. september.
- Auglýsing -