- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Tækifæri til að komast í fremstu röð á ný

Line Haugsted verður í eldlínunni með danska landsliðinu á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistaramót kvenna í handknattleik hefst í Danmörku í kvöld. Handbolti.is hefur undanfarna daga kynnt liðin sem taka þátt. Röðin er komin að landsliði Dana, gestgjöfum mótsins. Um leið er þetta sextánda og síðasta kynningin. Tengil inn á fyrri liðskynningar er að finna neðst í þessari grein.

Danmörk eru gestgjafar Evrópumóts kvenna í fyrsta sinn frá árinu 2010. Eins og fram hefur komið fengu Danir mótið í fangið á elleftu stundu en til stóð að þeir stæðu fyrir mótinu í samvinnu við Norðmenn. Þeir síðarnefndu gengu úr í skaftinu vegna strangra sóttvarnarskilyrða norskra yfirvalda sem ekki var hægt samræma móthaldi af þessu tagi.

Mótið nú gæti verið kjörið tækifæri fyrir danska liðið að komast aftur á meðal þeirra bestu í kvennahandboltanum.  Danir voru ráðandi í kvennahandboltanum á tíunda áratugnum og fram yfir aldamótin. Danir urðu Evrópumeistarar þrívegis, 1994, 1996 og 2002. Núverandi kynslóð handknattleikskvenna hefur lifað í skugga nágranna sinna í Noregi.

Löng bið og nýr þjálfari

Danska landsliðið hefur ekki unnið stórmót síðan 2004 þegar það varð Ólympíumeistari og á síðustu 16 árum hafa Danir aðeins unnið til einna verðlauna, brons á HM árið 2013.

Danir mæta til leiks að þessu sinni með nýjan þjálfara við stjórnvölin. Jesper Jensen tók við liðinu fyrr á þessu ári. Hann þekkir vel til í alþjóðlegum kvennahandknattleik sem þjálfari danska meistaraliðsins Team Esbjerg í dönsku úrvalsdeildini.

Hefur skort stöðugleika
Örvhenta skyttan Louise Burgaard 
hefur átt í erfiðleikum með að ná 
stöðugleika í leik sinn með 
landsliðinu á undanförnum árum. 
Hún ákvað að færa sig um set 
sumarið 2019 þegar hún gekk til 
liðs við franska liðið Metz og frá 
þeim tíma hefur hún bætt sinn 
leik töluvert. 
Danska liðið hefur öllu jafnan 
verið þekkt fyrir að leita til vinstri 
skyttna sinna í sóknarleik liðsins 
en nú þegar að Louise er í svo 
góðu standi er ljóst að Danir eru 
með öflugar skyttur báðum megin 
á vellinum.

Eykur heimvöllurinn möguleika Dana?

Ef horft er á söguna þá er freistandi að segja að heimavöllurinn skiptir Dani miklu máli en liðið hefur unnið tvo af þremur Evrópumeistaratitlum á heimavelli, 1996 og 2002. Það hefur þó ekki alltaf náðst vegna þess að á HM 2015 og EM 2010 náðu Danir ekki á verðlaunapall. Þó að það geti skipt máli að vera á heimavelli þá getur það líka þýtt aukna pressu frá þjóðinni því eins og við Íslendingar þekkjum best frá okkar landsliðum þá eru væntingar oft miklar.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
1. sæti 1994,1996,2002
2. sæti 1998,2004
Heimsmeistaramót
1. sæti 1997
3. sæti 1995, 2013
Ólympíuleikar
1. sæti 1996, 2000, 2004
Leikir Dana í A-riðli:
4.12.Danmörk-Slóvenía, 19.30
6.12.Svartfj.-Danmörk, 19.30
8.12.Frakkl.-Danmörk, 19.30
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: PóllandKróatíaTékklandSlóveníaSvartfjallaland
SpánnÞýskalandSerbíaSvíþjóðNoregurUngverjalandHolland
RúmeníaRússland, Frakkland.

  • Handbolti.is hefur fjallað af krafti um EM kvenna í aðdraganda mótsins. Ekki verður slegið slöku við meðan á mótinu stendur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -