- Auglýsing -
Handknattleiksþjálfarinn góðkunni, Halldór Harri Kristjánsson hefur verið ráðinn til handknattleiksdeildar Víkings. Hann verður yfirþjálfari yngri flokka auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og starfa með Jóni Brynjari Björnssyni sem ráðinn var þjálfari Víkingskvenna í vor.
Harra er einnig ætlað leiða framtíðarstefnu handknattleiksdeildarinnar og mun hans gríðarmikla reynsla úr þjálfun nýtast vel til þess, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings í dag.
Harri er þrautreyndur þjálfari hefur m.a. þjálfað hjá HK, Stjörnunni og Haukum auk Molde í Noregi.
„Harri er mikill hvalreki fyrir félagið og fögnum við því mjög að fá mann eins og hann til að hjálpa Víkingum við að taka næstu skref í vegferð félagsins,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Víkingi.
- Auglýsing -