- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18: Standa vel að vígi í kapphlaupinu

Inga Dís Jóhannsdóttir, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Katrín Anna Ásmundsdóttir. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Eftir tvær umferðir af þremur í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, stendur íslenska landsliðið vel að vígi í kapphlaupinu um sæti í 16-liða úrslitum mótsins.


Á morgun klukkan 10.30 leikur íslenska landsliðið við Alsír og þarf íslenska liðið að ná einu stigi úr leiknum til að komast áfram í milliriðil. Jafnvel gæti íslenska liðið farið áfram þótt það tapi fyrir Alsír ef Svartfellingar vinna eða gera jafntefli við Svía. Íslenska landsliðið stendur betur að vígi gagnvart sænska landsliðinu eftir sigur á laugardaginn, 22:17.

Svartfjallaland og Svíþjóð mætast klukkan 18.30 á morgun.


Ef íslenska landsliðið vinnur eða gerir jafntefli við Alsír og fer áfram í milliriðlakeppni efri liðanna sextán fer liðið áfram með eitt stig ef Svartfellingar fylgja með. Ef Svíar fljóta með íslenska liðinu áfram í hóp efri liðanna þá fer Ísland áfram með tvö stig. Þess vegna væri hagstæðara fyrir Ísland að Svíþjóð vinni Svartfjallaland.

Svartfjallaland211056 – 343
Ísland211040 – 353
Svíþjóð210171 – 522
Alsír200246 – 920

Keppt er í átta fjögurra liða riðlum á HM. Að loknum þremur umferðum í riðlakeppninni fara tvö efstu lið hvers riðils áfram í 16-liða úrslit. Þau tvö sem hafna í þriðja og fjórða sæti leika um sæti 17 til 32.


Í milliriðlum (16-liða úrslitum) verða fjórir fjögurra liða riðlar. Sem dæmi þá fara tvö efstu lið A-riðils í riðil með tveimur efstu liðum B-riðils. Ljóst er að Norður Makedónía og Íran verða í tveimur efstu sætum A-riðils.


C og D-riðlar blandast saman á sama hátt, E og F og einnig G og H.


Leikir milliriðla fara fram miðvikudaginn 3. ágúst og föstudaginn 5. ágúst.
Eftir milliriðla komast átta lið áfram í átta liða úrslit og leika um efstu sæti. Eins verður leikið áfram um níunda til sextánda sætið.


Svipaður háttur verður á í keppni um 17. til 32. sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -