- Auglýsing -
Framundan en lokaumferðin í B-riðli þar sem Rússar og Svíar hafa nú þegar tryggt sér farseðilinn inní milliriðlakeppnina en þessi lið mætast einmitt í dag og þá kemur í ljós hvort liðið fer með fleiri stig með sér í milliriðlana. Þriðja og seinasta sætið úr þessum riðli verður í boði fyrir sigurvegarann úr leik Spánverja og Tékka.
Spánn – Tékkland | kl 17.15 | Beint á EHFTV.com
Dómarar: Vanja Antic / Jelena Jakovljevic (Serbíu)
- Spánverjar hafa hlotið 1 stig í riðlinum til þessa eftir jafntefli gegn Svíum en Tékkar eru enn án stiga þrátt fyrir góða frammistöðu í síðustu tveimur leikjum
- Það lið sem vinnur þennan leik kemst áfram í milliriðla
- Tékkinn Marketa Jerabkova er á meðal markahæstu leikmanna til þessa á mótinu en hún hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum.
- Leikurinn í dag verður barátta á milli markvarða liðanna. Petra Kudlackova markvörður Tékka hefur varið 29 skot til þessa á meðan Silvia Navarro markvörður Spánverja hefur varið 20 skot þar af voru 15 þeirra í síðasta leik.
- Þjóðirnar hafa mæst 5 sinnum áður þar sem Spánverjar hafa unnið þrisvar sinnum en Tékkar tvisvar.
- Lara Gonzalez hlaut rautt spjald í síðasta leik hjá Spánverjum en hún sleppur þó við leikbann og getur því tekið þátt í leiknum í dag.
Rússland – Svíþjóð | kl 19.30 | Beint á EHFTV.com
Dómarar: Ioanna Christidi / Ioanna Papamattheou (Grikklandi)
- Rússland er efst í riðlinum eftir tvær umferðir með fullt hús stiga. Svíar eru hins vegar í öðru sæti með þrjú stig.
- Það lið sem vinnur þennan leik mun hafna í efsta sæti riðlisins og er þá komið í vænlega stöðu uppá sæti í undanúrslitum.
- Rússnesku skytturnar Vladlena Bobrovnikova og Daria Dmitrieva eru á meðal þeirra leikmanna sem hafa flestar stoðsendingar á mótinu.
- Þær Linn Blohm og Melissa Petren eru markahæstar í sænska liðinu en þær hafa skorað 10 mörk hvor það sem af er móti.
- Rússar hafa unnið átta af þeim ellefu viðureignum sem þessar þjóðir hafa spilað en Svíar hafa unnið tvisvar og einu sinni hefur orðið jafntefli.
- Anna Lagerquist línumaður Svía spilar með rússneska liðinu Rostov-Don og hún er því að mæta mörgum af sínum liðsfélögum í þessum leik.
- Auglýsing -