- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss hirti þriðja sætið

Einar Sverrisson hefur verið óspar á þrumuskotin. Mynd/Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

Selfoss önglaði í þriðja sæti á heimavelli á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í dag þegar liðið lagði Fram, 36:31, í Sethöllinni. Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17.


Fram náði þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, 21:18, áður en leikmenn Selfoss tóku að saxa á forskotið, jafna og komast yfir. Leiðir skildu ekki að ráði nema á síðustu fimm mínútunum. Sóknarleikur Fram gekk brösulega og við bættist að markvörðurinn efnilegi, Jón Þórarinn Þorsteinsson, varði allt hvað af tók í marki Selfoss. Það gaf kost á hraðaupphlaupum sem heimamenn nýttu vel.


Annars bar þessu leikur, eins og aðrir á mótinu, þess merki að liðin eru í miðju undirbúningsferli fyrir keppnina í Olísdeildinni. Allir leikmenn fá að spreyta sig, hvort sem þeim gengur vel eða illa þegar á hólminn er komið.


Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Einar Sverrisson 6, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Sæþór Atlason 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hannes Höskuldsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 9, Alexander Hrafnkelsson 3.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 12, Ívar Logi Styrmisson 6, Marko Coric 4, Breki Dagsson 3, Eiður Rafn Valsson 3, Stefán Darri Þórsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 8, Magnús Gunnar Erlendsson 1.


ÍBV og Afturelding mætast í úrslitaleik Ragnarsmótsins klukkan 16. Hægt er að fylgjast með leiknum á Selfosstv eða í stöðuppfærslu hjá HBStatz þar sem öll tölfræði leikja Ragnarsmótsins er að finna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -