- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópukeppnin hefst í dag – sjö Íslendingar í eldlínunni

Janus Daði Smárason á æfingu í fyrir leik á EM í Búdapest í janáur 2022. Fyrir aftan Janus er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem Janus leysir af hjá Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fyrstu leikirnir á Evrópumótum félagsliða í handknattleik fara fram í dag og á morgun þegar fyrri leikir fyrri umferðar undankeppni Evrópudeildar karla fara fram. Sem kunnugt er taka Íslandsmeistarar Vals ekki þátt í undankeppninni þar sem liðinu var veittur beinn keppnisréttur í riðlakeppninni sem hefst þegar búið verður að grisja út hóp 12 liða með tveimur umferðum í undankeppni.


Þótt Valsmenn séu ekki með í undankeppninni verða íslenskir handknattleikmenn engu að síður í eldlínunni í dag og á morgun. Síðari leikir fyrstu umferðar fara fram eftir viku.


Að fyrstu umferð lokinni tekur við önnur umferð sem leikin verður í lok september og í byrjun október áður en 24 lið verða eftir og þau dregin í sex riðla. Tólf lið komast áfram úr undankeppninni en önnur tólf ásamt Val mæta til leiks í riðlakeppnina.


Í dag fara eftirtaldir leikir fram í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar:

Górnik Zabrze – GC Amicitia Zürich
Með Amicitia Zürich leikur Ólafur Andrés Guðmundsson.

Kolstad – Drammen.
Með Kolstad leika Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Með Drammen leika Óskar Ólafsson og Viktor Petersen Norberg (af íslensku bergi brotinn að hluta).


Alpla Hard – Eurofarm Pelister2.
Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.

Cocks – Aguas Santas.
Lemgo – Ra Rioja.
Baia Mare – Ferencvaros.
Kristianstad – Trimo Trebnje.
Chambéry – CSM Constanta.

Á morgun:
Sävehof – Potaissa Tura.
Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof.

Rebi Balonmano Cuenca – Bjerringbro/Silkeborg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -