- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bætir við ári hjá Kielce

Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður Vive Kielce. Mynd/Vive Kielce
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við pólska meistaraliðið Vive Kielce en greint er frá því á heimasíðu liðsins. Framlengingin þýðir að Sigvaldi Björn er samningsbundinn Kielce fram á mitt ár 2022.

Sigvaldi Björn kom til liðsins í sumar eftir tveggja ára veru hjá Elverum og leysti af slóvenska hornamanninn Blaž Janec sem gekk til liðs við Barcelona. Sigvaldi Björn hefur leikið vel með pólska liðinu í deildarkeppninni heimafyrir en ekki síður í Meistaradeild Evrópu þar sem hann hefur einu sinni verið valinn í lið umferðarinnar.

Sigvaldi Björn er 26 ára gamall og leikur í hægra horni. Undanfarin tvö ár hefur hann átt fast sæti í íslenska landsliðinu og tekið þátt í tveimur síðustu stórmótum, HM 2019 og EM2020. Sigvaldi Björn er í 35 manna landsliðshópi sem Guðmundur Þórður Guðmundsson valdi fyrir skömmu, en úr þeim hópi hefur hann að moða fyrir heimsmeistaramótið 2020.

Sigvaldi Björn á að baki 28 A-landsleiki sem hann hefur skorað í 54 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -