- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valinn í lið 11. umferðar eftir 10 marka leik

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með SC Magdeburg um síðustu helgi þegar liðið vann Lemgo í hörkuleik á heimavelli, 30:28. Hann skoraði 10 mörk í leiknum og var verðlaunaður með því að vera valinn í lið 11. umferðar í þýsku 1. deildinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ómar Ingi er valinn í lið umferðinnar í deildinni. Hann gekk til liðs við SC Magdeburg í sumar frá danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold.

Ómar Ingi er í 12. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 50 mörk, þar af 31 úr vítakasti eins og sjá má á þessum lista sem handbolti.is tók saman fyrr í vikunni.

Ómar Ingi er þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn sem er valinn í lið umferðarinnar á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni. Hinir er Janus Daði Smárason, Göppingen, og Viggó Kristjánsson, Stuttgart.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -