Millriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik hefst í kvöld með fjórum leikjum, tveimur í hvorum milliriðli fyrir sig. Frá og með morgundeginum til og með mánudeginum verða tveir leikir dag hvern. Aftur fara fram fjórir leikir á síðasta keppnisdegi milliriðla þriðjudaginn 15. desember.
Meðal leikja í kvöld verður viðureign norska landsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, og heimsmeistara Hollands í milliriðli tvö. Flautað verður til leiks í Kolding klukkan 19.30.
Eftir þrjá sigurleiki í röð verður áhugavert að fylgjast með hvort króatíska landsliðið haldi áfram sigurgöngu sinni á mótinu. Króatar mæta Rúmenum klukkan 17.15 í Kolding. Króatar hafa komið einna mest á óvart á mótinu til þessa.
Milliriðill 1:
10.12 Svarfjallaland – Rússland, kl 17.15 – sýndur á RÚV2
10.12 Frakkland – Spánn, kl. 20.30 – sýndur á ehftv.com
Milliriðill 2:
10.12 Króatía – Rúmenía, kl. 18.15 – sýndur á ehftv.com
10.12 Holland – Noregur, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2