- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Er mjög mikill heiður“

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

„Þetta er mjög mikill heiður en um leið leiðinlegt að geta ekki farið fyrir liðinu i fyrsta leiknum í deildinni,“ sagði handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir að sagt var frá því á heimasíðu þýska félagsliðsins BSV Sachsen Zwickau að Díana Dögg hafi verið útnefndur fyrirliði liðsins á keppnistímabilinu sem er að hefjast. Framundan er annað tímabil BSV Sachsen Zwickau í röð í efstu deild í þýska handknattleiknum.


Díana Dögg er að hefja sitt þriðja keppnistímabil í þýska handknattleiknum en hún kom til BSV Sachsen Zwickau frá Val sumarið 2020.

Situr yfir í dag vegna meiðsla

Fyrsti leikur BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1. deildinni á nýju keppnistímabili verður í dag þegar það fær ríkjandi meistara Bietigheim í heimsókn. Eins og fram kemur að ofan verður Díana Dögg ekki með í leiknum. „Ég tognaði framan á læri í æfingaleik á síðasta föstudag svo ég sit yfir í fyrsta leik en stefni á að vera klár í næsta leik á eftir gegn HSG Bad Wildungen Vipers eftir tíu daga,“ sagði Díana Dögg ennfremur þegar handbolti.is heyrði í henni hljóðið.

Mikil uppstokkun

BSV Sachsen Zwickau var í töluverðu basli á fyrsta ári sínu í 1. deild á síðasta keppnistímabili en tókst að forðast fall í 2. deild eftir umspil. Mikil uppstokkun varð á leikmannahópnum í sumar. Átta nýir leikmenn bættust í hópinn, þar á meðal Sara Odden sem lék með Haukum um þriggja ára skeið þangað til á nýliðnu vori.

Er að hefja meistaranám í flugvélaverkfræði

„Síðustu vikur hafa farið í að spila okkur saman. Mér finnst við vera með sterkara lið en í fyrra en það þarf að skila sér út í leikina,“ sagði Díana Dögg sem slær ekki slöku við samhliða æfingum og keppni með BSV Sachsen Zwickau. Hún er að hefja meistaranám í flugvélaverkfræði við Technische University í Dresden auk vinnu sinnar sem verkefnastjóri á verkfræðistofu CEFEG. Áður hefur Díana Dögg lokið námi í vélaverkfræði og síðar í fjármálaverkfræði.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -