- Auglýsing -
Í kvöld verður minningarleikur um Ásmund Einarsson í Hertzhöllinni, íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og mætast kvennalið Gróttu og U18 ára landsliðs kvenna.
Ásmundur Einarsson var formaður handknattleiksdeildar Gróttu þegar hann lést um aldur fram í júlí.
„Allir handboltaunnendur og aðrir sem vilja minnast Ása eru hvattir til að mæta. Aðgangseyrir verður 1000 kr eða frjáls framlög. Sjoppusala verður á staðnum og mun öll innkoma aðgangseyris og sjoppu renna í styrktarsjóð barna hans: 512-26-204040, kt. 700371-0779,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu.
- Auglýsing -