- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðsópsmiklir Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni

Teitur Örn Einarsson er sagður vera á leið til þýska stórliðsins Flensburg. Mynd/IFK Kristianstad - Kimme Persson Fotograf, Studio 11
- Auglýsing -

Þrír íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal sex þeirra efstu á lista yfir þá sem átt hafa flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeild karla. Óhætt er að segja að þegar litið er á tölfræði þremenninganna að þá séu þeir í stórum og veigamiklum hlutverkum hjá liðum sínum sem bæði eru í toppbaráttu deildarinnar auk þess að vera með í Evrópudeildinni.

Á toppnum trónir Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson, leikmaður IFK Kristianstad með 62 stoðsendingar. Hann er með örugga forystu þar sem sá næsti á eftir, Philip Jonsson hjá Aranäs, hefur gefið 55 sendingar.
Aron Dagur Pálsson hjá Alingsås situr í fimmta sæti stoðsendingalistans með 51 sendingu. Fast á hæla Arons Dags kemur Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad, með 50 sendingar.

Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad. Mynd/IFK Kristianstad – Mentor Selaci Fotograf, Studio11

Með helming markanna

Þegar mörk og stoðsendingar eru lagðar saman kemur í ljós að Teitur Örn hefur staðið á bak við 108 mörk Kristianstad og Ólafur Andrés er með samtals 102 mörk og stoðsendingar. Samanlagt hafa þeir liðsfélagarnir staðið á bak við 210 af 423 mörkum liðsins í sænsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu. Teitur Örn og Ólafur Andrés eru mennirnir á bak nærri helmingi marka Kristianstad.
Teitur Örn og Ólafur Andrés hafa matað línumanninn sterka, Adam Nyfjäll, á sendingum á leiktíðinni. Nyfjäll hefur skorað 62 mörk og fiskað ógrynni vítakasta. Samstarf Nyfjäll og Teits Arnar hefur víða verið lofað.

Aron Dagur Pálsson leikmaður Alingsås fyrir miðri mynd. Mynd/Alingsås

Í stóru hlutverki

Aron Dagur hefur auk 51 stoðsendingar skorað 40 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann er maðurinn á bak við tæplega fimmtung marka Alingsås enda hefur mikið mætt á Aroni Degi. Hann hefur leikið alla leiki liðsins á leiktíðinni, jafnt í sænsku deildinni sem og í Evrópudeildinni. Margir leikmenn Alingsås hafa verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla um lengri og skemmri tíma auk þess sem kórónuveirunni hefur í tvígang skotið niður í herbúðir liðsins. Aron Dagur hefur sloppið við að smitast í bæði skipti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -