- Auglýsing -
Landsliðskonan Sigríður Hauksdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleikslið HK í Kópavogi til ársins 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HK.
Sigríður er fyrirliði HK-liðsins og hefur verið einn öxulleikmanna liðsins undanfarin ár. Hún á að baki 14 A-landsleiki sem hún hefur skorað í 31 mark. Þegar keppni var frestað í Olísdeildinni í lok september hafði Sigríður skorað 16 mörk í þremur fyrstu leikjum HK í deildinni og var markahæst í liðinu.
- Auglýsing -