- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliða Snæ héldu engin bönd

Elliði Snær Viðarsson er að gera það gott með Gummersbach í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elliði Snær Viðarsson var óstöðvandi í kvöld þegar lið hans Gummersbach hélt áfram sigurgöngu sinni í þýsku 1. deildinni. Hann skoraði 11 mörk í 14 skotum og átti meira að segja tvær stoðsendingar auk þess að stela boltanum einu sinni í fimm marka sigri á heimavelli, 29:24, á Stuttgart.


Eyjamanninum héldu engin bönd að þessu sinni. Hinn Eyjamaðurinn í Gummersbachliðinu, Hákon Daði Styrmisson skoraði eitt mark en það var hans fyrsta fyrir liðið í 1. deild. Hákon Daði er að sækja jafnt og þétt í sig veðrið eftir krossbandaslit undir lok síðasta árs.


Gummersbach hefur þar með átta stig eftir fimm leiki og er í hópi efstu liða. Sannarlega draumabyrjun hjá nýliðunum undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar þjálfara.


Viggó Kristjánssyni og félögum í Leipzig tókst loksins að reka af sér slyðruorðið í kvöld og vinna sinn fyrsta leik í deildinni á leiktíðinni. Leipzig vann þá Erlangen, 32:29, á heimavelli. Erlangen var taplaust fyrir heimsóknina til Leipzig. Viggó skoraði sjö mörk í leiknum, þar af tvö úr vítaköstum.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem steinlá í heimsókn til HSV Hamburg, 33:23.


Füchse Berlin vann Hamm-Westfalen örugglega, 37:26, í fjórða leik kvöldsins í þýsku 1. deildinni.


Staðan:

Standings provided by SofaScore
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -