Þórsarar máttu bíta í það súra epli í kvöld að sjá Fjölnismenn taka bæði stigin með sér suður úr viðureign liðanna í Höllinni á Akureyri í kvöld, 29:27. Fjölnir var sterkari í leiknum og hafði m.a. fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:12.
Króatinn Josip Vekic, sem fékk leikheimild með Þór í dag, skoraði fimm mörk en þarf vafalaust lengri tíma til að stimpla sig inn. Arnór Þorri Þorsteinsson var atkvæðamestur Þórsara með 14 mörk.
Tveir án leikheimildar
Hvorki Færeyingurinn Jonn Rói Tórfinnsson né Norður Makedóníumaðurinn Kostadin Petrov voru gjaldgengir með Þór í leiknum. Hvorugur er kominn með leikheimild og sá síðarnefndi er ennþá án atvinnuleyfis eftir því sem næst verður komist.
Margar vikur eru liðnar síðan Tórfinnsson og Petrov voru kynntir til leiks hjá Þór en svo virðist sem dráttur hafi orðið á að frá þeirra málum væri gengið.
Rautt spjald í Safamýri
Karlalið Víkings fylgdi eftir sigri kvennaliðs félagsins fyrr í kvöld með því vinna ungmennalið Selfoss á sannfærandi hátt í fyrsta leik liðsins í íþróttahúsinu í Safamýri þar sem Víkingar hafa komið sér fyrir auk aðstöðunnar í Víkinni. Sigur heimamanna var aldrei í hættu gegn gáskafullum leikmönnum Selfossliðsins.
Gunnar Kári Bragason leikmaður Selfoss fékk beint rautt spjald eftir fimm mínútur í síðari hálfleik.
Dró fram skóna
Andri Berg Haraldsson hefur tekið fram skóna og lék með Víkingi í kvöld eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu árin. Igor Mrsulja, sem gekk til liðs við Víkinga í sumar frá Gróttu var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.
HK, sem margir veðja á að vinni Grill66-deildina, lagði Kórdrengi með 15 marka mun, 41:26, í Kórnum. Kórdrengir veittu HK keppni framan af en er á leið skildu leiðir. Leikmannahópur Kórdrengja var ekki fullskipaður og hafði það sitt að segja þegar á leið.
Þór Ak – Fjölnir 27:29 (12:16).
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 14, Josip Vekic 5, Aron Hólm Kristjánsson 3, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 2, Halldór Yngvi Jónsson 1, Viðar Ernir Reimarsson 1, Andri Snær Jóhannsson 1.
Mörk Fjölnis: Benedikt Marinó Herdísarson 7, Goði Ingvar Sveinsson 6, Óðinn Freyr Heiðmarsson 6, Viktor Berg Grétarsson 4, Elvar Þór Óalfsson 1, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.
Víkingur – Selfoss U 37:32 (20:17).
Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 8, Gunnar Valdimar Johnsen 7, Halldór Óskarsson 6, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5, Agnar Ingi Rúnarsson 4, Styrmir Sigurðsson 2, Jón Hjálmarsson 2, Bjarki Garðarsson 1, Arnar Gauti Grettisson 1, Sigurður Páll Matthíasson 1.
Mörk Selfoss U.: Vilhelm Freyr Steindórsson 11, Sigurður Snær Sigurjónsson 8, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Jason Dagur Þórisson 3, Árni Ísleifsson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Gunnar Kári Bragason 1.
HK – Kórdrengir 41:26 (17:13).
Mörk HK: Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 10, Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Kristján Pétur Barðason 7, Kristján Ottó Hjálmsson 5, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Pálmi Fannar Sigurðsson 3, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Sigurður Jefferseon Guarino 1, Júlíus Flosason 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 19.
Mörk Kórdrengja: Tómas Helgi Wehmeier 11, Stefan Mickael Sverrisson 5, Hrannar Máni Gestsson 3, Haukur Jónsson 2, Gísli Hafþór Þórðarson 2, Arne Karl Wehmeier 2, Úlfur Þórarinsson 1.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 14.
Fram U – KA U 27:30 (15:17).
Mörk Fram U.: Reynir Þór Stefánsson 8, Eiður Rafn Valsson 7, elix Már Kjartansson 3, Hrannar Máni Eyjólfsson 2, Róbert Árni Guðmundsson 2, Arnar Snær Magnússon 2, Elí Falkvard Traustason 1, Agnar Daði Einarsson 1, Daníel Stefán Reynisson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9.
Mörk KA U.: Haraldur Bolli Heimisson 6, Dagur Árni Heimisson 6, Ísak Óli Eggertsson 5, Kristján Gunnþórsson 5, Arnór Ísak Haddsson 3, Jónsteinn Helgi Þórsson 3, Logi Gautason 2.
Staðan og næstu leikir í Grill66-deildunum.
handbolti.is nýtur ekki opinbers rekstrarstuðnings.