- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfossliðið vafðist ekki fyrir Val

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur tryllti sér upp að hlið Stjörnunnar á topp Olísdeildar kvenna með öruggum sigri á Selfossliðinu í Sethöllinni í dag, 27:18, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 14:8.


Leikurinn var jafn fyrstu 18 mínúturnar. Að þeim loknum var staðan 7:6 fyrir Val.


Roberta Ivanauskaité (Stropé) fór á kostum í liði Selfoss. Hún skoraði 11 mörk.

Tinna Sigurrós Traustadóttir lék ekki með Selfoss. Hún hefur ekki jafnað sig eftir höfuðhögg í leik á HMU18 ára í síðasta mánuði.

Ásdís Þóra Ágústdóttir lánsmaður Selfoss frá Val var ekki með Selfossliðinu að þessu sinni.

Cornelia Hermansson markvörður Selfoss lék sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa öðlast leikheimild í gær.

Elín Rósa Magnússon lék afar vel fyrir Valsliðið. Hún gaf tóninn með fyrsta mark leiksins og bætti við fimm mörkum eftir það.

Sara Sif Helgadóttir var með 50% markvörslu hjá Valsliðinu.
Valur náði mest 11 marka forskoti, 23:12.

Selfoss mætir næst Haukum á Ásvöllum 8. október.

Valur leikur við Fram 5. október í Origohöllinni.

Mörk Selfoss: Roberta Ivanauskaité 11, Katla María Magnúsdóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 11/2, 28,9%.
Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 8, Lilja Ágústsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 3/1, Ausður Ester Gestsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2/1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2/1, Mariam Eradze 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12, 50% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 0.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -