- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gáfumst ekki upp við mótlætið

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við lentum í vændræðum í sóknarleiknum og erfiðleikarnir jukust almennt þegar Stefán Rafn [Sigurmannsson] fékk rautt spjald um miðjan síðari hálfleik. Ég var ánægður með að menn létu ekki mótlætið brjóta sig á bak aftur. Stefán Rafn hafði verið frábær í leiknum, ekki síst í vörninni, og þess vegna hafði brotthvarf hans talsvert að segja fyrir okkur. En við náðum öðru stiginu, unnum upp tveggja marka forskot Stjörnunnar í lokin á sannfærandi hátt,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í TM-höllinni í gærkvöld eftir að Haukar kræktu í annað stigið í leik sínum við Stjörnunar, 29:29.


Haukar sitja þar með áfram í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik, alltént fram á morgundaginn en ÍBV getur komist upp fyrir Hauka takist liðinu að leggja Hörð frá Ísafirði í Vestmannaeyjum.

Staðan í Olísdeild karla.

Héldum út leikinn

„Ég er ánægðastur með að annan leikinn í röð sýna menn karakter. Þeir gefast ekki upp þótt á móti blási. Núna tókst ekki að koma til baka eftir að hafa haldið forystu og leiknum á undan á móti Selfossi tókst að halda forystu þótt hart væri sótt að okkur undir lokin. Menn eru aðeins að tengja betur en okkur vantar fleiri tengingar yfir heilan leik,“ sagði Rúnar.

Síðasta vörnin var frábær

„Undir lokin á leiknum í kvöld skiptum við yfir í 5/1 vörn sem virtist slá Stjörnumenn út af laginu og síðasta vörnin var frábær. Menn héldu einbeitingu allt leiksloka sem er afar jákvætt,“ sagði Rúnar sem lauk einnig lofsorði á markvörðinn Stefán Huldar Stefánsson sem annan leikinn í röð varði mikilvægt skot á síðustu sekúndum leiksins.

Var veikur í vikunni

„Stefán heldur áfram að vera í hetjuleik sem er frábært. Hann var veikur í vikunni og byrjaði þar af leiðandi ekki leikinn í kvöld. Þegar Stefán var orðinn heitur er kom fram í síðari hálfleik var ekki að sjá að hann hafi verið veikur,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka ánægður með annað stigið úr viðureigninni í TM-höllinni.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -