- Auglýsing -
Elna Ólöf Guðjónsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleikslið HK sem leikur í Olísdeildinni. Nýr samningur hennar við Kópavogsliðið gildir fram til ársins 2023.
Elna Ólöf, sem er 21 árs gömul er línumaður, var fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur verið einn af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna þrátt fyrir ungan aldur, segir í tilkynningu frá Handknattleiksdeild HK.
Þegar keppni var frestað í Olísdeild kvenna í lok september hafði Elna Ólöf skoraði níu mörk í þremur leikjum HK-liðsins. Hún skoraði 33 mörk í 19 leikjum Olísdeildar á síðustu leiktíð.
- Auglýsing -