- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn er byrjaður að láta til sín taka á ný

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson mætti til leiks á ný í dag eftir fjarveru frá handboltavellinum síðan um miðjan apríl að hann meiddist á öxl í leik með íslenska landsliðinu. Elvar Örn skoraði þrjú mörk á heimavelli þegar lið hans, Melsungen, tapaði fyrir Füchse Berlin á heimavelli, 32:29. Elvar Örn gaf einnig eina stoðsendingu.


Arnar Freyr Arnarsson skoraði einu sinni fyrir Melsungenliðið sem var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:12. Varnarleikur Melsungen fór úr skorðum í síðari hálfleik og leikmenn Füchse Berlin nýttu sér það og skoruðu 20 mörk.


Líkt og á síðasta keppnistímabili hefur Melsungenliðið ekki farið vel af stað. Margir leikmenn eru eða hafa verið meiddir. Stigin er þar með aðeins fjögur eftir sex fyrstu leikina og ljóst að betur má ef duga skal til þess að vera með í toppbaráttunni.

Svekkjandi tap í Göppingen

Íslendingatríóið hjá Gummersbach tapaði naumlega í heimsókn sinni til Göppingen, 29:28, í aldeilis hörkuleik sem var hnífjafn frá upphafi til enda. David Schmidt skoraði sigurmark Göppingen þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Nýliðar Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, hafa þar með tapað tveimur leikjum en unnið fjóra í 1. deildinni fram til þessa.


Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en eins og fyrri daginn er ekki spurt um sanngirni þegar leikir eru gerðir upp.


Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrmisson tvö.


Marcel Schiller skoraði sjö mörk fyrir Göppingen en þeir Lukas Blohme og Dominik Mappes fimm mörk hvor fyrir Gummersbach.

Annað naumt tap

Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem tapaði einnig með minnsta mun fyrir Stuttgart í Porsche-Arena, 27:26. Adam Lönn skoraði sigurmarkið í blálok leiksins.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -