- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og félagar sýndu styrk sinn

Aron Pálmarsson leikmaður danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir 35 leiki án taps á heimavelli þá mátti GOG sætta sig við tap í dag þegar Aron Pálmarsson og samherjar í Aalborg Håndbold komu í heimsókn til meistaranna. Álaborgarliðið sýndi styrk sinn svo ekki var um villst, ekki síst í síðari hálfleik, og vann með sex marka mun, 35:29. Liðið er nokkuð inn á annað ár síðan GOG tapaði síðast leik á heimavelli.


Aron Pálmarsson lék afar vel og skoraði m.a. sex mörk og átti þrjár stoðsendingar. Lukas Sandell var ekki síðri með sjö og sjö stoðsendingar. Mikkel Hansen skoraði þrjú mörk. Simon Gade varði afar vel í marki Aalborg, alls 16 skot, 36%.


Emil Madsen skoraði átta mörk fyrir GOG og Simon Pytlick var næstur með sjö mörk. Tobias Thulin var góður í marki liðsins. Hann varði 19 skot, 35%.


Leikurinn var jafn eftir fyrri hálfleik, 15:15. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.

Staðan:

Standings provided by SofaScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -