- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Liggur ljóst fyrir hvaða 24 lið taka þátt í Evrópudeildinni

Á fimmtudagsmorgun skýrist hvaða lið verða með Val í riðli Evrópudeildinni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eftir að undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik lauk í kvöld liggja fyrir nöfn liðanna 24 sem verða í skálunum sem dregið verður úr í riðlakeppni deildarinnar á fimmtudagsmorgun.


Dregið verður í fjóra riðla með sex liðum í hverjum. Reikna má með að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gefi út á morgun styrkleikaflokka fyrir dráttinn.


Liðin sem komust hjá undankeppninni:
Benfica, Portúgal – Füchse Berlin, Þýskalandi – PAUC, Frakklandi – Skjern, Danmörku – Ystads IF HF, Svíþjóð – Kadetten Schaffhausen, Sviss – HC Eurofarm Pelister, Norður Makedóníu – Balatonfüredi KSE, Ungverjalandi – Tatran Presov, Slóvakíu – HC Motor, Úkraínu – Valur.


Liðin sem fóru í gegnum tvær umferðir í undankeppni:
Flensburg Handewitt, Þýskalandi – Bidasoa Irun, Spáni – Göppingen, Þýskalandi – Sporting, Portúgal – Skanderborg Aarhus, Danmörku – BM Benidorm, Spáni – Fejer-B.A.L.Veszprém, Ungverjalandi – Alpla Hard, Austurríki – Ferencváros, Ungverjalandi – Aguas Santas, Portúgal – RK Nexe, Króatíu – Montpellier, Frakklandi.

Fyrsta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar fer fram þriðjudaginn 25. október og sú 10. og síðasta síðla í febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -