Tveir leikir voru á dagskrá í Meistaradeild kvenna í handknattleik í gær, báðir í B-riðli. Franska liðið Metz sótti Buducnost heim þar sem að gestirnir voru með frumkvæðið allan leikinn og unnu, 36-28. Það var öllu meiri spenna í leik Storhamar og Kastamonu í Hamri í Noregi þar sem að heimakonur í Storhamar náðu góðri endurkomu og tryggðu sér nauman sigur, 31-29. Axel Stefánsson er annar þjálfari Storhamar sem nú tekur þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn. Þetta var annar sigur liðsins í keppninni.
Úrslit dagsins
B-riðill
Buducnost 28-36 Metz (16-21).
- Það tók leikmenn Metz smá tíma að hitna en þegar leið á fyrri hálfleik þá tóku þeir öll völd á vellinum og voru með fimm marka forskot í hálfleik.
- Buducnost átti í erfiðleikum í vörninni sem hjálpaði Metz að skora nokkur auðveld mörk frá 6 metrum.
- Hatadou Sako markvörður Metz átti mjög góðan leik. Hún varði 11 skot í fyrri hálfleik og lauk leik með 15 skot varin.
- Heimakonur reyndu hvað þær gátu að minnka muninn í seinni hálfleik. Allt kom fyrir ekki og Metz vann að lokum sigur.
- Milena Raicevic fyrirliði Buducnost sýndi hversu öflugur leiðtogi. Raicevic skoraði 10 mörk.
- Bruna de Paula skoraði níu mörk fyrir Metz og hefur þar með skorað 28 mörk fyrir franska liðið í fjórum leikjum í Meistaradeildinni.
Storhamar 31–29 Kastamonu (12-13).
- Tina Abdula var nánast óstöðvandi í sóknarleik Storhamar í byrjun leiks þegar liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin.
- Um miðjan fyrri hálfleik ákvað Claus Mogensen, þjálfari Kastamonu, að skipta Yaren Göker í markið. Skiptingin skilaði árangri. Hún var með 60% markvörslu og hjálpaði liðinu að vera með eins marks forystu í hálfleik.
- Mest náði tyrkneska liðið fjögurra marka forystu, 21-17. Nýliðar Storhamar neituðu að gefast upp og jöfnuðu metin, 22-22, eftir nokkrar góðar markvörslur hjá Eli Marie Raasok.
- Maja Jakobsen hægri skytta Storhamar skoraði níu mörk í leiknum. Hún tryggði norska liðinu sigur með marki úr vítakasti.
Staðan í B-riðli:
Sex leikir fara fram í Meistaradeildinni í dag. Minnt er á upphitunargrein sem birtist í gærmorgun þar sem upplýsingar um leiki dagsins er að finna.