- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Evrópumeisturunum tókst ekki að stöðva sigurgöngu þeirra þýsku

Leikmenn Györ unnu stórsigur á heimavelli í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórðu umferð Meistaradeildar kvenna lauk í gær með sex leikjum. Rúmensku félögin áttu góðan dag þar sem þau bæði lögðu dönsku andstæðinga sína. Bietigheim heldur áfram sigurgöngu sinni. Að þessu sinni voru það Evrópumeistarar tveggja síðustu tímabila,  Vipers Kristiansand, sem lutu í lægra haldi fyrir þýska liðinu sem er þar komið á toppinn í A-riðli.

Umfjöllun leikina sem fram fóru á laugardaginn.

Úrslit gærdagsins

A-riðill:

Krim 30 – 32 FTC (15 – 15).

  • FTC byrjaði leikinn betur og komst í 4-1. Þá tók við góður kafli hjá Krim sem skoraði fimm mörk í röð. Eftir það komst jafnvægi á leikinn og var jafnt á öllum tölum.
  • Krim varð fyrir mikilli blóðtöku á 20. mínútu leiksins þegar að Daria Dmitrieva fékk rautt  spjald.
  • Hægri hornamaður Krim, Jovanka Radivevic, skoraði sitt 1.000. mark á ferlinum í Meistaradeildinni á 39. mínútu leiksins. Hún er aðeins annar leikmaðurinn til þess að ná þessum áfanga á eftir ungversku goðsögninni Anitu Görbicz
  • Vendipunkturinn í leiknum var í upphafi seinni hálfleiks þegar slóvenska liðinu tókst ekki að skora í sjö og hálfa mínútu sem gaf FTC færi á að ná fjögurra marka forystu.
  • Katrin Klujber átti skínandi góðan leik fyrir FTC. Hún skoraði 12 mörk og er nú komin með 300 mörk í Meistaradeildinni aðeins 23 ára gömul.

Brest 31 – 26 Banik Most (17 14).

  • Góð byrjun franska liðsins var lykill að sigri. Þær náðu 7-1 kafla á milli fimmtu og elleftu mínútu. Eftir það var róðurinn þungur hjá leikmönnum Banik Most.
  • Charlotte Cholevova átti skínandi góðan leik fyrir Banik Most og skoraði 10 mörk.
  • Varnarleikur franska liðsins var mun betri að þessu sinni en undanförnum leikjum. Fram til  þessa hafði liðið fengið á sig 41 mark eða meira í hverjum leik. Liðið hefur þó enn fengið flest mörk allra liða að jafnaði í leik.
  • Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum, gegn Vipers og CSM, hefur Brest náð að snúa genginu við eftir tvo sigurleiki í röð.

Odense 27 – 31 CSM Búkaresti (13 16).

  • Danska liðið á í miklum meiðslavandræðum þessa stundina. Mia Rej og Dione Housheer bættust á meiðslalistann í vikunni sem leið. Fyrir voru Lois Abbingh og Larissa Nusser meiddar.
  • Rúmenska liðið nýtti sér veikleika Odenseliðsins og komst í 6-0 forystu í upphafi leiks. Það tók danska liðið tæpar níu mínútur að skora fyrsta markið.
  • Cristina Neagu var óstöðvandi í leiknum. Hún skoraði 10 mörk fyrir CSM.
  • Neagu skoraði einni 24. mark rúmenska liðsins í leiknum sem jafnframt var 3.000 mark liðsins í Meistaradeild kvenna.
  • CSM hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjunum í Meistaradeildinni. Það er besta byrjun félagsins í sögu keppninnar.

Bietigheim 32 – 30 Vipers (16 17)

  • Þetta var sextugasti leikur Bietigheim í röð án taps í öllum mótum, heima og að heiman. Síðast tapaði liðið í mars 2021.
  • Góður endasprettur með átta mörkum gegn þremur lagði grunn að sigri Bietigheim.
  • Níu leikja sigurgöngu Vipers lauk með þessu tapi. Liðið hafði ekki tapað leik í Meistaradeildinni síðan í febrúar á þessu ári.
  • Melinda Szikora markvörður Bietigheim átti enn einn stórleikinn á milli stanganna. Hún varði 17 skot.
  • Bietigheim hefur skorað flest mörk allra liða í Meistaradeildinni á þessari leiktíð,  125.

B-riðill:

Rapid Búkaresti 34 – 32 Esbjerg (19 14)

  • Esbjerg mætti aðeins með 13 leikmenn til leiks að þessu sinni vegna mikilla meiðslavandræða. Esbjerg átti í vandræðum í fyrri hálfleik og var aðeins með 45% sóknarnýtingu.
  • Með hjálp frá Sorinu Grozav náði Rapid 4 – 0 kafla undir lok fyrri hálfleiks sem sem lagði grunn að fimm marka forskoti að loknum fyrri hálfleik, 19 – 14.
  • Esbjerg náði að koma til baka í seinni hálfleik og jafnaði metin þegar um ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Danska liðinu mistókst að skora á loka mínútunni á meðan rúmenska liðið skoraði tvö mörk.
  • Eftir aðeins fjóra leiki á þessari leiktíð hefur Esbjerg nú þegar tapað jafn mörgum leikjum og á allri leiktíðinni í fyrra í Meistaradeildinni. Þá vann liðið tíu leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik.
  • Rapid hefur byrjað Meistaradeildina af miklum krafti og er liðið ennþá taplaust eftir fjóra leiki.

Györ 32 – 16 Lokomotiva Zagreb (15 8)

  • Györ ákvað að leita í grunninn í þessum leik, þétta varnarleikinn hjá sér síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks og náði þar með 7-2 kafla sem lagði grunn að sigri.
  • Estelle Nze Minko og Csenge Fodor voru markahæstar í liði Györ með sjö mörk hvor.
  • Þetta var þriðja lægsta markaskor í leik hjá Lokomotiva í Meistardeildinni. Liðið skoraði 13 mörk gegn Storhamar fyrr á þessari leiktíð og 15 mörk gegn Györ tímabilið 2014/15.
  • Króatíska liðið er enn án sigurs í Meistaradeildinni. Alls hefur liðið leikið 10 sinnum, gert 2 jafntefli og tapað átta leikjum.
  • Þetta var 194. sigurleikur hjá ungverska liðinu í Meistaradeild kvenna. Liðið á möguleika getur náð 200 leikja markinu áður en riðlakeppnin verður á enda.

Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -