- Auglýsing -
Ungmennalið Vals skoraði fjögur síðustu mörkin í leiknum við ungmennalið Selfoss í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og tryggði sér þar með annað stigið í viðureign liðanna í Grill66-deild karla. Selfoss var sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14.
Heimaliðið var með yfirhöndina lengi vel í viðureigninni og var m.a. fjórum mörkum yfir, 26:22, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Þá tóku Valsmenn að bíta frá sér af krafti. Það skilaði liðinu öðru stiginu þegar upp var staðið.
Valur hefur fimm stig eftir þrjá leiki en stigið sem Selfossliðið vann sér inn í kvöld var það fyrsta á leiktíðinni.
Mörk Selfoss U.: Sigurður Snær Sigurjónsson 8, Hans Jörgen Ólafsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Elvar Elí Hallgrímsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Árni Ísleifsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 19.
Mörk Vals U.: Ísak Logi Einarsson 9, Breki Hrafn Valdimarsson 8, Áki Hlynur Andrason 7, Daníel Örn Guðmundsson 2, Erlendur Guðmundsson 1, Knútur Gauti Kruger 1, Tómas Sigurðarson 1, Viktor Andri Jónsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 13.
Staðan og næstu leikir í Grill66-deildunum.
Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.
- Auglýsing -