Evrópumót karla í handknattleik árið 2024 fer fram í Þýskalandi. Í kvöld hefst undankeppnin með níu leikjum. Sjö til viðbótar verða háðir á morgun. Önnur umferð fer fram á laugardag og á sunnudag. Eftir leikina á sunnudaginn verður gert hlé fram í mars á næsta ári þegar þriðja og fjórða umferð fer fram. Tvær síðustu umferðirnar verða leiknar í lok apríl.
Alls taka lið 32 þjóða þátt í undankeppninni og er þeim skipt niður í átta fjögurra liða riðla. Tvær efstu þjóðir hvers riðils trygga sér keppnisrétt á EM 2024 auk fjögurra sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Alls landslið 20 þjóða af 24 sem taka þátt í EM 2024. Fjögur síðustu sætin koma í hlut þriggja verðlaunaþjóðanna á EM 2022, Svíþjóðar, Spánar og Danmerkur og gestgjafa Þýskalands.
Riðlaskipting undankeppninnar og leikirnir í riðli Íslands:
3. riðill:
Ísland, Tékkland, Ísrael, Eistland.
Leikir:
12. október: Tékkland – Eistland.
12. október: Ísland – Ísrael.
15. október: Eistland – Ísland.
16. október: Ísrael – Tékkland.
2023:
8. mars: Eistland – Ísrael.
8. mars: Tékkland – Ísland.
11. mars: Ísrael – Eistland.
12. mars: Ísland – Tékkland.
26. apríl: Ísrael – Ísland.
26. apríl: Eistland – Tékkland.
30. apríl: Ísland – Eistland.
30. apríl: Tékkland – Ísrael.
1. riðill:
Portúgal, Norður Makedónía, Tyrkland, Lúxemborg.
2. riðill:
Noregur, Serbía, Slóvakía, Finnland.
4. riðill:
Austurríki, Úkraína, Rúmenía, Færeyjar.
5. riðill:
Króatía, Holland, Grikkland, Belgía.
6. riðill:
Ungverjaland, Sviss, Litáen, Georgía.
7. riðill:
Slóvenía, Svartfjallaland, Bosnía, Kósovó.
8. riðill:
Frakkland, Pólland, Lettland, Ítalía.
Viðureign Íslands og Ísrael á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með í textalýsingu á handbolta.is.