- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron verður ekki með gegn Ísrael

Aron Pálmarsson situr hjá í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson verður utan 16 manna hóps íslenska landsliðsins í handknattleik sem mætir ísraelska landsliðinu í fyrstu umferð þriðja riðils undankeppni EM á Ásvöllum í kvöld. Keppnishópurinn var opinberaður rétt áðan. Aron fékk tak í bakið í leik Aalborg og Pick Szeged í Meistaradeildinni fyrir tæpri viku. Hvort það er ástæðan fyrir fjarveru hans í kvöld kemur ekki fram í tillkynningu HSÍ sem send var út áðan.


Eftirtaldir leikmenn skipa íslenska landsliðið í leiknum á Ásvöllum í kvöld:


Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (242/16).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276).
Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (37/11).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26).
Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68).
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19).
Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27).
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33).

Mætið tímanlega

Uppselt er á leikinn sem fram fer á Ásvöllum. Í tilkynningu frá HSÍ er sagt að opnað verði inn í salinn fyrir áhorfendur 45 mínútum áður en flautað verður til leiks. Eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega.


Flautað verður til leiks af þeim Alain Rauchs og Philippe Linster dómurum frá Lúxemborg klukkan 19.45.


Þeir sem ekki komast á leikinn geta fylgst með útsendingu á RÚV2 eða textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -