Íslendingaliðið EHV Aue tapaði í dag með níu marka mun fyrir Lübeck-Schwartau á útivelli, 34:25, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Leikið var á heimavelli Lübeck-Schwartau. Heimaliðið var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt af mörkum EHV Aue að þessu sinni. Sveinbjörn Pétursson, markvörður, varði fjögur skot á þeim liðlega 20 mínútum sem hann stóð á milli stanganna í marki Aue. Það er um 22% hlutfallsmarkvarsla.
Þetta var fjórði leikur EHV Aue undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Hann tók tímabundið við þjálfun liðsins fyrir nærri hálfum mánuði.
EHV Aue situr í níunda sæti 2. deildar með 10 stig þegar níu leikir eru að baki. Lübeck-Schwartau er í fjórða sæti með 14 stig eftir 11 leiki. Gummersbach og Hamburg er í efstu sætunum með 20 stig hvort. Gummersbach eftir 11 leiki en Hamburg hefur leikið leik fleira.