- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Undankeppni EM2024: Úrslit 2. umferðar og staðan í riðlunum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Án miðjumannsins Luc Steins náði hollenska landsliðið í handknattleik karla sér ekki á strik í dag þegar það sótti gríska landsliðið heim til Chalkida í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins. Staffan Olsson, nýráðinn þjálfari hollenska landsliðsins var ráðalítill við stjórnvölin og varð að bíta í það súra epli að tapa með fjögurra marka mun, 32:28.


Hollendingar hafa þar með tvö stig eftir tvær fyrstu umferðirnar og ljóst að Grikkir ætla sér að gera heiðarlega tilraun til þess að ná öðru sæti riðilsins. Kay Smits skoraði sjö mörk fyrir Hollendinga en þeir Nikolaos Liapis og Christodoulos Mylonas skoruðu fimm mörk hvor fyrir gríska landsliðið.


Króatar eru efstir eftir tvo sigurleiki. Þeir unnu Belga á útivelli í dag, 30:27.


Frændur okkar í Færeyjum hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni en þeir eru í 4. riðli. Í dag tapaði færeyska landsliðið fyrir austurríska landsliðinu í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn, 30:28. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14. Eftir um tíu mínútur í síðari hálfleik tók austurríska liðið af skarið og náði forskoti sem Færeyingum tókst ekki vinna niður.


Ungstirnið Óli Mittún var markahæstur í færeyska liðinu með sjö mörk og hægri hornamaðurinn snjalli, Hákun West av Teigum, skoraði fimm mörk. KA-mennirnir Allan Norðberg og Nicholas Satchwell komu lítið við sögu í færeyska liðinu fyrir utan að hinn síðarnefndi varði eitt vítakast í síðari hálfleik.


Skarð er fyrir skildi hjá Færeyingum að Elias Ellefsen á Skipagøtu er meiddur.


Lukas Hutecek skoraði níu mörk í níu skotum fyrir austurríska liðið.


Kristján Halldórsson var eftirlitsmaður á leiknum í Þórshöfn.


Úrslit leikja annarrar umferðar undankeppni EM2024.

1. riðill:
Lúxemborg – Portúgal 21:32 (5:14).
Tyrkland – N-Makedónía 27:36 (8:17).

Staðan:

Portúgal220076 – 484
N-Makedónía220074 – 514
Lúxemborg200245 – 700
Tyrkland200254 – 800

2. riðill:
Finnland – Noregur 22:35 (14:19).
Slóvakía – Serbía 21:27 (12:16).

Staðan:

Noregur220073 – 484
Serbía220061 – 454
Slóvakía200247 – 650
Finnland200246 – 690

3. riðill:
Ísrael – Tékkland 19:29 (10:16).
Eistland – Ísland 25:37 (13:20).

Staðan:

Ísland220073 – 464
Tékkland220060 – 424
Eistland200248 – 680
Ísrael200240 – 650

4. riðill:
Rúmenía – Úkraína 34:26 (18:14).
Færeyjar – Austurríki 28:30 (14:14).

Staðan:

Austurríki220066 – 604
Rúmenía210166 – 622
Úkraína210155 – 592
Færeyjar200253 – 590


5. riðill:
Belgía – Króatía 27:30 (13:15).
Grikkland – Holland 32:28 (15:12).

Staðan:

Króatía220063 – 524
Grikkland210157 – 612
Holland210153 – 562
Belgía200251 – 550

6. riðill:
Litáen – Sviss 26:27 (11:17).
Georgía – Ungverjaland 24:41 (11:18).

Staðan:

Ungverjaland220077 – 474
Sviss220051 – 494
Litáen200249 – 630
Georgía200247 – 650

7. riðill:
Kósovó – Slóvenía 24:29 (12:14).
Bosnía – Svartfjallaland 25:36 (11:21).

Staðan:

Svartfjallaland220065 – 454
Slóvenía220057 – 444
Kósovó200244 – 580
Bosnía200245 – 640

8. riðill:
Ítalía – Frakkland 29:40 (13:19).
Lettland – Pólland 19:37 (9:13).

Staðan:

Frakkland220075 – 474
Pólland220067 – 424
Ítalía200252 – 700
Lettland200237 – 720

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -