- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Króatar komu, sáu og sigruðu – Dönum féll allur ketill í eld

Nenad Sostaric og leikmenn hans fagna í leikslok með að bronsverðlaunin væru þeirra. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Króatíska landsliðið í handknattleik hélt áfram að skrifa ævintýri sitt á EM kvenna í dag þegar það skellti danska landsliðinu, 25:19, í leiknum um bronsverðlaunin. Liðið lék frábærlega í síðari hálfleik þar sem Danir skoruðu aðeins eitt mark á síðustu 20 mínútunum. Tea Pijevic, markvörður Króata var frábær í leiknum og var með 44% hlutfallsmarkvörslu. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem króatískt landslið vinnur til verðlauna á EM. Sextán ára bið Dana eftir verðlaunum á EM verður þar með lengri.

Eftir jafnan og kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem Króatar lentu m.a. undir, 7:4, voru þeir með tögl og hagldir framan af síðari hálfleik áður en danska liðinu féll allur ketill í eld síðustu 20 mínúturnar.

  • Króatar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins á fyrstu sex mínútunum.
    Danir svöruðu með sjö mörkum gegn einu frá Króötum sem virtust vera í mestu vandræðum. M.a. brást þeim bogalistin í tveimur vítaköstum. Króatar skoruðu ekki í 11 mínútur.
  • Króatar komust yfir, 8:7, eftir 23 mínútur. Þeir höfðu þá skorað fjögur mörk í röð og danskt mark ekki verið skorað í átta mínútur.
  • Eftir níu markalausar mínútur hjó Rikke Iversen á hnútinn og jafnaði metin, 8:8, með marki af línunni.
  • Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11. Króatíska liðinu tókst ekki að skora úr síðustu sókn fyrri hálfleiks.
  • Tea Pijevic varði 7 skot, 39% markvörslu, fyrir Króata í fyrri hálfleik.
  • Sandra Torft, markvörður Dana, varði 3 skot í fyrri hálfleik, 21% hlutfallsmarkvarsla.
  • Althea Reinhardt varði tvö vítaköst í marki Dana í fyrri hálfleik.
  • Króatíska liðið skoraði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik.
  • Danir jöfnuðu metin í fyrsta sinn í síðari hálfleik í 17:17, á 40. mínútu.
  • Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var króatíska liðið þremur mörkum yfir, 21:18. Katarina Jezic skoraði af línunni.
  • Andrea Simara skoraði 23. mark Króata eftir 54 mínútur og 16 sekúndur, 23:18. Danir höfðu þá ekki skoraði mark í 13 mínútur. Jesper Jenssen, þjálfari Dana, tók þá sitt síðasta leikhlé í leiknum. Það skilaði engum árangri.
  • Fjórum mínútum fyrir leikslok reyndu Danir að taka tvo sóknarmenn Króata úr umferð. Það breytti engu. Króatar sigldu sigrinum heim. Danska liðið var búið að vera.
Sugurdans króatíska landsliðsins í leikslok í Jyske Bank Boxen í dag. Mynd/ Jozo Cabraja / kolektiff


Mörk Króata: Stela Posavec 5, Katarina Jezic 5, Ana Debelic 4, Camilla Micijevic 3, Paula Posavec 2, Dora Krsnik 2, Josipa Mamic 2, Andrea Simara 1, Dejana Milosavljevic 1.
Varin skot: Tea Pijevic 15.
Mörk Danmerkur: Anna Mette Hansen 4, Mette Tranborg 4, Larke Nolsö Pedersen 3, Mia Rej 2, Mie Hojlund 2, Rikke Iversen 1, Lousie Burgaard 1, Kristina Jörgensen 1, Kathrine Heindahl 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 8, Sandra Toft 3.

Varamennirnir hlupu inn á leikvöllinn þegar flautað var til leiksloka. Nenad Sostaric þjálfari glaður í bragði á bak við hópinn. Það er eins og hann sé að líta á markatöfluna og fullvissa sig um að hann hafi stýrt liðinu til sigurs í leiknum um bronsið. Mynd/ Jozo Cabraja / kolektiff
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -