Bikarmeistarar Vals verða í fyrsta flokki en ÍBV í öðrum þegar dregið verður í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í fyrramálið. Íslensku liðin gætu þess vegna dregist saman.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út flokkunina, skömmu eftir hádegið í dag. Gríska meistaraliðið PAOK frá Þessalóníku er á meðal 16 liða í fyrri flokknum sem ÍBV getur dregist á móti. Þar er einnig m.a. að finna færeysku meistarana H71 og HC Gjorche Petrov frá Norður Makedóníu sem vann KA/Þór í annarri umferð á dögunum. Tvö portúgölsk lið eru einnig í fyrri flokknum en Sigurður Bragason þjálfari ÍBV sagði í samtali við handbolta.is í gær að hann gæti alveg hugsað sér að mæta liði frá Portúgal.
Meðal liða í síðari flokknum og getur orðið andstæðingur Vals er Slavía Prag, spænska liðið Elche sem mætti KA/Þór fyrir ári síðan, annað spænskt lið, Motive.co Gijon, tvö frá Portúgal, grískt félagslið og tvö tyrknesk og eitt frá Bosníu, svo dæmi sé tekið.
Uppfært: Handbolti.is fékk ábendingu um að Jónína Hlín Hansdóttir fyrrverandi leikmaður Fram sé nú leikmaður slóvakíska meistaraliðsins MKS IUVENTA Michalovce sem er í flokki eitt.
Dregið verður upp úr skálunum klukkan 14 á morgun og hyggst handbolti.is fylgjast með framvindunni og greina frá niðurstöðum. Upphaflega stóð til að draga klukkan 9 árdegis.
| Flokkur 1: | Flokkur 2: |
| WAT Atzgersdorf (Aust.) | roomz JAGS WV (Aust.) |
| Hazena Kynzvart (Tékkl.) | ZRK Borac (Bosn.) |
| C.B. Atletico Guardes (Sp.) | DHC Slavia Prag (Tékkl.) |
| H71 (Fær.) | Club Balon. Elche (Sp.) |
| A.C. PAOK (Grikkl.) | Motive.co Gijon (Sp.) |
| Valur | Anagennisi Artas (Grikkl.) |
| Maccabi Arazim Ramat (Ísr.) | ÍBV |
| HC Gjorche Petrov (N-Mak.) | WHC Cair-Skopje (N-Mak.) |
| Eurobud JKS Jaroslaw (Pól.) | H.V. Quintus (Holl.) |
| Madeira Andebol SAD (Port.) | JuRo Unirek VZV (Holl.) |
| Sport Lisboa e Benfica (Port.) | KPR Gminy Kobierzyce (Pól.) |
| ZORK Jagodina (Serb.) | Sao Pedro do Sul (Port.) |
| LK Zug Handball (Sviss) | Alavarium Love Tiles (Port.) |
| MKS Michalovce (Slóvak.) | Lugi (Svíþj.) |
| Izmir BSB SK (Tyrkl.) | Ankara Yenimahalle (Tyrkl.) |
| HC Galychanka Lviv (Úkr.) | Antalya Konyaalti BSK (Tyrkl.) |




