- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV mætir Madeira og Valur fer til Alicante

Sigurður Bragason þjálfari ÍBV, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og félagar í ÍBV taka á móti Haukum í oddaleik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Sigurður Bragason þjálfari ÍBV fékk ósk sína uppfyllta um að mæta félagsliði frá Portúgal í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þegar dregið var í dag. Reyndar mætir ÍBV ekki félagsliði frá meginlandi Portúgal heldur frá eyjunni Madeira.

Madeiraeyjar eru lítill eyjaklasi um 520 km undan vesturströnd Norður-Afríku og um 400 km norður af Kanaríeyjum.


Bikarmeistarar Vals drógust gegn spænska liðinu CB Elche frá Alicante á Spáni, sama lið og vann KA/Þór naumlega í 32-liða úrslitum keppninnar fyrir ári síðan.


Ef leikirnir fara fram heima og að heiman þá eiga ÍBV og Valur heimaleiki helgina 3. og 4. desember og viðureignir á útivelli viku síðar.

Fréttin verður uppfærð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -