- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sömu lið í úrslitum annað árið í röð

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika annað árið í röð með SC Magdeburg til úrslita við Evrópumeistara Barcelona á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag. Magdeburg vann úrslitaleikinn fyrir ári.

Átta mörk og átta stoðsendingar

Ómar Ingi átti stórleik í gær og var markahæstur hjá SC Magdeburg þegar liðið vann egypsku meistarana Al Ahly Sporting Club í undanúrslitaleik, 36:28. Ómar Ingi skoraði átta mörk í níu skotum og gaf átta stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék með Magdeburg í 25 mínútur og skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Hann fékk högg á hökuna í leiknum og varð að binda um sárið.

Kampakátir leikmenn SC Magdeburg eftir sigurinn á Al Ahly. Gísli Þorgeir er með umbúðir á hökunni eftir högg. Mynd/IHF

Haukur mátti þola tap

Łomża Industria Kielce, sem Haukur Þrastarson leikur með, mætir Al Ahly Sporting Club í leiknum um bronsið á mótinu. Łomża Industria Kielce tapaði fyrri Barcelona með 11 marka mun í hinni viðureign undanúrslita í gær, 39:28. Haukur skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu á þeim tæpu sex mínútum sem hann fékk til þess að láta ljós sitt skína.

Útsending frá úrslitaleikjum

Viðureign Łomża Industria Kielce og Al Ahly Sporting Club hefst klukkan 15 að íslenskum tíma og úrslitaleikur Barcelona og SC Magdburg kl. 17.30. Hægt er horfa á leikina gegn vægu gjaldi, 3 evrur, á eftirfarandi slóð:

https://solidsport.com/ihf-super-globe?fbclid=IwAR1Pbk92qEU6E2ZZV8tcvsFowShM1RquSBH4dUokizXdrbH7APoM5tNKfik

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -