- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Janus og Sigvaldi réðu úrslitum í toppslagnum

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik er ánægður með að vera kominn með fast land undir fætur. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Framganga Janusar Daða Smársonar og Sigvalda Björns Guðjónssonar á síðustu mínútu gerði gæfumuninn þegar lið þeirra Kolstad vann Elverum, 26:24, á heimavelli að viðstöddum 9.083 áhorfendum, metfjölda á félagsliðaleik í Noregi, í Trondheim Spektrum í gær.

Skoraði og fékk rautt spjald

Janus Daði skoraði 25. mark Kolstad einni mínútu fyrir leikslok og kom liðinu yfir, 25:24. Thorbjørn Bergerud, markvörður Kolstad og landsliðsmarkvörður Noregs, varði vítakast þegar 45 sekúndur voru eftir. Þrettán sekúndum fyrir leikslok var Janusi Daða vísað af leikvelli með rautt spjald eftir að hafa hindrað hraðaupphlaup Elverumliðsins.

Sigvaldi kom til skjalanna

Elverum gat jafnað metin á síðustu sekúndum, manni fleiri, en þá kom Sigvaldi Björn til skjalanna. Hann komst inn í sendingu í vörninni og kom boltanum fram völlinn þar sem Adrian Aalberg skoraði 26. og síðasta markið rétt áður en leiktíminn var úti.


Dramatískan lokakafla má sjá í samantekt hér fyrir neðan:

Janus Daði skoraði sjö mörk og Sigvaldi Björn eitt mark.

Orri Freyr Þorkelsson var ekki í leikmannahópi Elverum að þessu sinni.


Kolstad er efst í norsku úrvalsdeildinni með 12 stig eftir sex leiki. Elverum, sem hefur borið ægishjálm yfir önnur lið í norskum karlahandknattleik undanfarin ár er í þriðja sæti með sex stig eftir sex leiki. Liðið hefur tapað þremur leikjum til þessa. Á síðasta ári fór Elverum í gegnum deildarkeppnina án taps. Breyting var á leikmannahópi liðsins í sumar og það tekur sinn tíma að stilla saman strengina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -