- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron Rafn og félagar mjakast ofar

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Bietigheim t.v. Mynd/Bietigheim
- Auglýsing -

Aron Rafn Eðvarðsson og félagar í Bietigheim unnu dýrmætan sigur á Rimpar Wölfe, 25:24, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í hörkuleik í kvöld. Þar með mjakast Bietigheim, sem er undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar örlítið ofar í stöðutöflunni eftir að hafa dregist hressilega aftur úr sökum þess hafa ekki leikið svo vikum saman eftir ítekuð smit kórónuveiru innan liðsins.

Aron Rafn varði níu skot í marki Bietigheim, þar af eitt vítakast, í leiknum sem gerir um 27 % hlutfallsmarkvörslu.


Sveinbjörn Pétursson varði sex skot og var með 32% hlutfallsmarkvörslu þann tíma sem hann stóð í marki EHV Aue í kvöld þegar liðið tapaði naumlega á heimavelli fyrir Fürstenfeldbruck, 27:26. Arnar Birkir Hálfdánsson skorað fimm mörk í átta skotum fyrir Aue-liðið auk þess að verða að bíta í það súra epli að vera einu sinni vísað af leikvelli. Rúnar Sigtryggsson er tímabundið þjálfari EHV Aue um þessar mundir.


Staðan í þýsku 2. deildinni:
Hamburg 22(13), Gummersbach 20(11), N-Lübbecke 18(12), Dormagen 14(11), Lübeck-Schwartau 14(12), Elbflorenz 13(12), Dessauer 13(14), Rimpar Wölfe 11(11), EHV Aue 10(10), Hamm-Westafalen 10(11), Wilhelmshavener 10(12), Ferndorf 9 (10), Grosswallstadt 9(13), Hüttenberg 9(13), Bietigheim 8(9), Fürstenfeldbruck 8(11), Konstanz 7(11), Emsdetten 5(13).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -