- Auglýsing -
- Auglýsing -

IHF er til í að senda flugvélar eftir þátttökuliðum HM

Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert hik er á Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, varðandi heimsmeistaramót karla í handknattleik í Egyptalandi. Allt verður lagt í sölurnar til þess að mótið fari fram. Nýjasta útspil IHF er að bjóðast til að senda flugvél eftir þeim landsliðum sem sjá fram á að komast ekki á mótið vegna þess að ekkert flug er í boði frá heimalöndum þátttökuliða. Óvíst er þó hvort eitthvað landslið sjái fram á slíka erfiðleika.

Hesham Nasr, formaður undirbúningsnefnda mótsins, segir á heimasíðu heimsmeistaramótsins að Hassan Moustafa forseti IHF, hafi heitið því að einkaflugvélar verði sendar til að sækja lið sem ekki komist að heiman með hefbundnu flugi vegna lokana flugvalla. Kostnaður verður greiddur úr sjóðum IHF, eftir því sem næst verður komist.


Hvort þetta boð er sett fram af gefnu tilefni eða bara til þess að slá um sig kemur ekki fram í fréttinni.


HM í Egyptalandi hefst 13. janúar og á að standa til 31. sama mánaðar. Þátttökuþjóðir verða 32 frá flestum heimsálfum. Íslenska landsliðið verður þar á meðal.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -