- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hlakkar til að byrja á ný

Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Bayer Leverkusen. Mynd/TSV Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

„Ég er full eftirvæntingar yfir komast í alvöruna á nýjan leik, ekki síst vegna þess að ég náði aðeins einu leik í mars áður en keppni var hætt vegna kórónunnar. Ég hef nánast ekkert leikið handbolta síðan í nóvember vegna meiðsla fyrir utan æfingaleiki upp á síðkastið,“ sagði handknattleikskonan Hildigunnur Einarsdóttir hjá Bayer Leverkusen sem leikur í þýsku 1. deildinni.
Keppni í þýsku 1.deildinni hefst á laugardaginn með fimm leikjum en daginn eftir tekur Leverkusen á móti Union Halle-Neustadt á heimavelli. „Ég fór í aðgerð í janúar vegna meiðsla í hné og náði einum leik í mars. Ég mjög spennt fyrir að byrja og getað loks leikið af fullum krafti,” sagði Hildigunnur er á sínu öðru keppnistímabili með Leverkusen og því þriðja í röð í Þýskalandi vegna þess að áður en hún gekk til liðs við Leverkusen var hún eitt keppnistímabil í herbúðum Borussia Dortmund.
„Ég hef náð að vera með á fullri ferð allt undirbúningstímabilið. Um tíma var þó erfitt að ná út vökva sem safnaðist í hjáliðin en það er loksins að skána. Þar af leiðandi sé ég hægt og rólega fyrir endan á erfiðum tíma,“ sagði Hildigunnur ennfremur en hún er línumaður.
Leverkusen hefur leikið átta leiki á undirbúningstímabilinu sem er nokkuð færra en væri ef kórónuveiran væri ekki á sveimi í Þýskalandi eins og víðast hvar annarstaðar.

Faraldurinn tekinn alvarlega

„Þjálfarinn okkar tekur faraldrinum mjög alvarlega og hefur þess vegna haldið fjölda æfingaleikja í lágmarki.“ Þjálfari Leverkusen er hinn reyndi Michael Biegler sem árum saman hefur þjálfað karla- og kvennalið í Þýskalandi auk þess að vera um árabil þjálfari pólska karlalandsliðsins og síðar þýska kvennalandsliðsins.
Hildigunnur segir að Leverkusen megi selja 300 áhorfendum aðgang að leiknum við Union Halle-Neustadt á sunnudaginn. Lengra megi ekki ganga að þessu sinni. Hinsvegar séu reglur um fjölda áhorfenda mismunandi frá einu sambandsríki Þýskalands til annars.
Liðið sem Biegler er með í höndunum hjá Leverkusen er skipað leikmönnum í yngri kantinum miðað við mörg önnur lið í deildinni. Það er í uppbyggingarfasa að sögn Hildigunnar og því hefur markið ekki verið sett á toppbaráttuna þetta árið en ómögulegt sé þó alltaf að segja hvað gerist þegar allt verður komið á fulla ferð.

„Við höfum ekki sett okkur opinberlega markmið eins og stendur en það er þó ljóst að við viljum vera fyrir ofan miðja deild þegar upp verður staðið,“ sagði handknattleikskonan öfluga, Hildigunnur Einarsson, þegar handbolti.is heyrði í henni hljóðið í gær.

Hildigunnur Einarsdóttir fær gula spjaldið í æfingaleik við Thüringer HC á sunnudag. Mynd/TSV Bayer Leverkusen

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -