Fjórði leikur sjöundu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar taka á móti Fram. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Haukar eru í margumtöluðu áttunda sæti fyrir heimsókn Framara á Ásvelli með fimm stig að loknum sex leikjum. Haukar hafa unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum.
Fram hefur þegar lagt að baki sjö leiki vegna þess að viðureign liðsins við Val sem verður hluti af 17. umferð var flýtt og var leikinn snemma í október. Framarar eru í öðru sæti með níu stig eftir leikina sjö. Þeir hafa unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik, fyrir Íslandsmeisturum Fram.
Leikir 7. umferðar í gær, sunnudag.
Olísdeildin:
Ásvellir: Haukar – Fram, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild karla:
Valur | 7 | 6 | 0 | 1 | 225 – 187 | 12 |
Fram | 7 | 3 | 3 | 1 | 203 – 198 | 9 |
Afturelding | 7 | 3 | 2 | 2 | 198 – 184 | 9 |
Selfoss | 7 | 4 | 1 | 2 | 215 – 200 | 9 |
FH | 7 | 3 | 2 | 2 | 192 – 197 | 8 |
ÍBV | 7 | 3 | 2 | 2 | 242 – 206 | 8 |
Stjarnan | 6 | 2 | 2 | 2 | 169 – 171 | 6 |
Haukar | 6 | 2 | 1 | 3 | 164 – 163 | 5 |
Grótta | 6 | 2 | 1 | 3 | 168 – 164 | 5 |
KA | 6 | 2 | 1 | 3 | 167 – 174 | 5 |
ÍR | 7 | 2 | 0 | 5 | 192 – 245 | 4 |
Hörður | 7 | 0 | 0 | 7 | 200 – 246 | 0 |
Handbolti.is fylgist með leiknum á Ásvöllum í kvöld í textalýsingu.