PSG vann Veszprém í leiknum um bronsverðlaunin í Meistaradeild karla í handknattleik í Lanxess-Aren í Köln í dag, 31:26, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.
Eins og stundum áður þá bar leikurinn merki vonbrigða auk þess sem greinileg þreyta var í leikmönnum Veszprém eftir framlengdan undanúrslitaleik við Kiel í gærkvöld.
Leikmenn PSG voru með leikinn í höndum sér frá upphafi til enda.
Mörk PSG: Elohim Prandi 6, Nedim Remili 6, Mikkel Hansen 5, Kamil yprzak 3, Luka Karabatic 2, Dainis Kristopans 2, Ferran Sole Sala 2, Benoit kounkoud 2, Dylan Nahi 2, Mathieu Grebille 1.
Mörk Veszprém: Mate Lekai 9, Gasper Marguc 4, Petar Nenadic 3, Vuko Borozan 3, Kentin Mahe 2, Dejan Manaskov 2, Jorgé Maqueda 1, Rogerio Moraes 1, Yahia Khales Fathy Omar 1.
Klukkan 19.30 hefst úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fyrir leiktíðina 2019/2020. Þá leiða Barcelona, með Aron Pálmarsson innanborðs, og THW Kiel saman hesta sína.