- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dana skipt út fyrir Dana?

Emil Nielsen, markvörður í leik með Skjern áður en hann fór til Nantes. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þótt keppnistímabilið í spænska handknattleiknum sé varla hafið eru forráðamenn stórliðs Barcelona þegar farnir að huga að endurbótum á liðinu fyrir keppnistímabilið 2021/22. Ef marka má fréttir frá Spáni hjá miðlinum handball100x100 hafa stjórnendur Barcelona hug á að skipta út danska markverðinum, Kevin Møller, fyrir landa hans Emil Nielsen. Þar með er ekki öll sagan sögð.


Einnig mun standa til að kveðja Slóvenann, Jure Dolenec, og bjóða Frakkann, Melvyn Richardson velkominn til Katalóníu. Richardsson er sonur hins kunna Jackson Richardson sem margir muna e.t.v. eftir enda fór hann m.a. á kostum á HM á Íslandi fyrir aldarfjórðungi.

Melvyn Richardson gæti verið á leið til Barcelona næsta sumar. Mynd/EPA

Richardsson yngri er 23 ára gamall og leikur með Montpellier auk þess að eiga sæti í franska landsliðinu. Örvhent skytta sem hefur sótt í sig veðrið með hverju árinu.


Nielsen markverði hefur skotið upp á stjörnuhiminnn síðustu ár. Hann er jafngamall Richardsson. Nielsen sló ungur í gegn hjá Skjern en er nú að hefja sitt annað keppnistímabil hjá franska liðinu HBC Nantes í Frakklandi. Nielsen er talinn arftaki Niklas Landin sem aðalmarkvörður danska landsliðsins þegar fram líða stundir.


Orðrómur um hugsanlega komu Nielsen til Barcelona hefur verið í gangi í rúma viku og er handball100x100 fráleitt fyrsti miðillinn sem telur sig hafa heimildir fyrir þessu vistaskiptum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -