- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Parrondo, Elliði Snær, Pandi, Raicevic, Göppingen, Jørgensen, Goluža

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Roberto Parrondo hefur skrifað undir samning um áframhaldandi þjálfun þýska 1. deildarliðsins MT Melsungen til ársins 2025. Tveir íslenskir landsliðsmenn leika undir stjórn Parrondo, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Parrondo tók við þjálfun Melsungen fyrir rúmu ári þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti. Samstarfsmenn Parrondo, Arjan Haenen og Carsten Lichtlein halda einnig sínu striki hjá Melsungen, samkvæmt tilkynningu félagsins. Elvar Örn skrifaði nýverið undir framhaldssamning við Melsungen. 
  • Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach glímir við lítilsháttar meiðsli eftir viðureign liðsins við Bergischer í þýsku 1. deildinni á síðasta sunnudag. Vonir standa til að Elliði Snær verði ekki meira en viku frá æfingum. Fleiri leikmenn Gummersbach eru frá æfingum og keppni um þessar mundir vegna meiðsla. Næstu leikur Gummersbach verður gegn Kiel 27. nóvember. 
  • Franski landsliðsmaðurinn Elohim Prandi hefur skrifað undir nýjan samning við franska meistaraliðið PSG sem nær fram til ársins 2026. Prandi hefur gert það gott síðan hann kom til Parísarliðsins fyrir tveimur árum. 
  • Milena Raicevic ein reyndasta landsliðskona Svartfellinga verður ekki með liðinu í kvöld þegar það mætir Dönum í undanúrslitum á Evrópumótinu. Raicevic fékk þungt högg á hnakkann í  viðureign Svartfellinga og Rúmena á þriðjudaginn á EM. Langt hlé var gert á leiknum meðan hugað var að henni. Eftir dágóða stund var Raicevic færð af leikvelli í sjúkrabörum. Raicevic  varð Evrópumeistari með Svartfellingum fyrir áratug en fáir leikmenn þáverandi landsliðs eru enn í landsliðinu. Bojana Popovic núverandi landsliðsþjálfari var þá kjölfesta liðsins. 
  • Hið fornfræga handknattleikslið Göppingen er í mesta basli um þessar mundir og situr í þriðja neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar í karlafloki um þessar mundir eftir að hafa verið í hópi liða í efri hlutanum á síðasta tímabili. Göppingen tapaði í gærkvöld á heimavelli fyrir GWD Minden, 29:26, sem væri e.t.v. ekki í frásögur færandi ef Minden væri ekki næst neðst eftir aðeins tvo sigurleiki á tímabilinu. 
  • Lars Jørgensen, aðstoðarþjálfari danska kvennalandsliðsins, er einangrun á hóteli landsliðsins í Ljubljana. Hann greindist með covid nokkrum klukkustundum fyrir leikinn við Noreg á miðvikudaginn og var þar af leiðandi aðeins áhorfandi að leiknum í gegnum sjónvarp frá herbergi sínu. Jørgensen verður einnig fjarverandi í kvöld þegar Danir mæta Svartfellingum í undanúrslitaleiknum á EM. Óvíst er hvort hann nær að verða viðstaddur leik á Dana á sunnudaginn en þeir leika annað hvort um gullið eða bronsið. Allur danski hópurinn fór í PCR próf í gærmorgun og reyndist enginn jákvæður að Jørgensen undanskildum sem fékk sömu niðurstöðu og  daginn áður.
  • Slavko Goluža fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Króata var í gær ráðinn þjálfari PPD Zagreb, meistaraliðs karla í handknattleik í Króatíu. Hann er fjórtándi þjálfarinn sem ráðinn er til félagsins á undanförnum átta árum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -