- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lunde með og sömu úrslit 18 árum síðar – Níundu gullverðlaun Þóris

Sigurdans Evrópumeistara Noregs í Ljubljana í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna í níunda sinn eftir sigur á Dönum, 27:25, í úrslitaleik í Ljubljana. Þetta eru sömu úrslit og þegar lið þjóðanna mættust síðast í úrslitaleik á Evrópumóti fyrir 18 árum. Þá eins og nú unnu Norðmenn fyrir 18 árum og einnig var Katrine Lund markvörður norska landsliðsins með. Hún átti stóran þátt í sigrinum í kvöld með frábærri frammistöðu síðustu 20 mínúturnar eftir að hún var kölluð á ný til leiks.

Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sigurs í fimmta sinn á Evrópumeistaramótinu. Hann hefur þar með stýrt liðinu níu sinnum til sigurs á stórmóti í handknattleik frá 2009 og um leið unnið til verðlauna á 14 af 17 stórmótum sem aðalþjálfari norska landsliðsins. Þórir var aðstoðarþjálfari Noregs í ofangreindum leik 2004.
Þórir Hergeirsson hefur unnið níu gullverðlaun sem þjálfari norska landsliðsins á 17 stórmótum frá 2009 að hann tók við starfinu. Mynd/EPA

Fjórar fjarverandi

Sigurinn á EM að þessu sinni er enn áhugaverðari fyrir þá sök að fjórar þrautreyndar og frábærar handknattleikskonur gátu ekki gefið kost á sér í norska landsliðið að þessu sinni vegna þess að þær er óléttar eða nýbúnar að fæða. Eins og stundum áður þá kemur maður í manns stað þótt reynsluna hafi skort.

Síðustu 15 – 8:3!

Danir voru yfir, 15:12, að loknum fyrri hálfleik í kvöld. Enn var danska liðið þremur mörkum yfir, 22:19, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Eftir það tóku Norðmenn yfir leikinn. Lunde varði allt hvað af tók og sóknarleikurinn, sem hafði gengið brösuglega, fór að ganga eins og í sögu. Norska liðið jafnaði metin, 22:22, þegar níu mínútu voru eftir og komst í fyrsta sinn yfir, 23:24, sex og hálfri mínútu fyrir leikslok. Noregur vann síðasta stundarfjórðung leiksins, 8:3.


Leikmenn danska landsliðsins fór á taugum og framúrskarandi vel þjálfaðir leikmenn norska landsliðsins tóku völdin og stóðu uppi sem sigurvegarar á öðru Evrópumótinu í röð.

Með sigrinum tryggði norska landsliðið sér farseðilinn á EM 2024 sem fram fer í Ungverjalandi, Austurríki og Sviss, og einnig á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. 
Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna 2022. Mynd/EPA


Mörk Noregs: Nora Mørk 8, Kristine Breistøl 4, Maren Aardahl 3, Vilde Ingstad 3, Henny Ella Reistad 3, Stine Oftedal 3, Malin Larsen 2, Sunniva Næs 1.
Varin skot: Silje Solberg 9, 33% – Katrine Lunde 4, 40%.
Mörk Danmerkur: Louise Burgaard 6, Emma Cecilie Friis 5, Trine Østergaard 3, Simone Petersen 2, Mie Højlund 2, Rikke Iversen 2, Mette Tranborg 2, Kristina Jørgensen 1, Kathrine Heindahl 1, Michala Møller 1.
Varin skot: Sandra Toft 11, 30%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -