- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnað að fá þetta tækifæri

Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir verða í eldlínunni með Val hafa verið öflugir með Val á keppnistímabilinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals segir mikla eftirvæntingu ríkja fyrir viðureignina við Flensburg í Origohöllinni annað kvöld. Þrátt fyrir að í mörg horn hafi verið að líta síðustu daga og vikur hafi lengi verið hugsað til leiksins. Tvennt komi til; um stórlið er að ræða auk þess sem uppselt er á leikinn og ljóst að Valsmenn koma til með að leika í stemningu sem þeir eiga ekki að venjast á hverjum degi á heimavelli.

Sólarhringur í toppslaginn

„Nú er ekki nema rúmlega sólarhringur í leikinn og öll einbeiting fer í að búa sig undir leikinn,“ sagði Arnór Snær þegar handbolti.is hitti hann að máli á blaðamannafundi sem Valur stóð fyrir í hádeginu í dag vegna viðureignar liðs félagsins við Flensburg-Handewitt í 3. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik annað kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.45. Segja má að um toppslag sé að ræða þar sem liðin eru þau einu í B-riðli sem ekki hafa tapað stigi.

Viðureign Vals og Flensburg-Handewitt hefst klukkan 19.45 annað kvöld í Origohöllinni. Uppselt er á leikinn. Leikurinn verður sendur út á Stöð2sport.
Ivan Cacador og Eurico Nicolau frá Portúgal dæma leikinn.

Bræðurnir hafa legið yfir leikjunum

„Það er bara geggjað að fá tækifæri til þess að leika fyrir framan fullt hús áhorfenda. Það er draumur fyrir mig og alla leikmenn Vals að fá tækifæri til þess að leika við Flensburg. Ég og Benni bróðir [Benedikt Gunnar Óskarsson] höfum örugglega horft á alla leiki Flensburg síðustu tvö árin. Að fá svo tækifæri til þess að spila við þá er hreint magnað,“ sagði Arnór Snær.

Úrslit leikja liðanna til þessa:
Valur - Ferencváros 43:39.
Flensburg - TM Benidorm 35:30.
TM Benidorm - Valur 29:32.
Flensburg - PAUC 30:25.

Allir róa að sama marki

Hann var beðinn um að segja að aðeins meira frá liðinu.
„Flensburg hefur yfir að ráða tveimur frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Það skiptir í raun ekki máli hver er inni á leikvellinum hverju sinni. Allir róa að sama marki.

Stuðningsmenn Vals mun ekki vanta í Origohöllina annað kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Ég hef hinsvegar fulla trú á við getum staðið þeim á sporði takist okkur að leika vel. Sóknarleikurinn þarf að ganga fullkomlega upp. Við mætum fullir sjálfstrausts og ætlum okkur að vinna,“ sagði Arnór Snær ákveðinn eftir tvo sigurleiki Vals í tveimur fyrstu viðureignum keppninnar. Sigrarnir hafa veitt mönnum byr undir báða vængi.

SG Flensburg-Handewitt.
Þýska 1. deildin:
Gull: 2004, 2018, 2019.
Silfur: 1996, 1997, 1999, 2000, 2003, 2005, 2006, 2008, 2012, 2013, 2016, 2017, 2020, 2021.
Þýska bikarkeppnin:
Gull: 2003, 2004, 2005, 2015.
Silfur: 1992, 1994, 2000, 2011, 2012, 2013, 2014, 2016, 2017.
Meistarar meistaranna:
Gull: 2000, 2013, 2019.
Silfur: 1997, 2003, 2004, 2005, 2012, 2015, 2018, 2020.
Meistaradeild Evrópu:
Gull: 2014.
Silfur: 2004, 2007.
Brons: 2006.
EHF bikarinn:
Gull: 2001, 2012.
Silfur: 2002.
Evrópubikarkeppnin:
Gull: 1997.
Silfur: 1998, 2000.
HM félagsliða:
Brons: 2014.


„Um er að ræða toppslag riðilsins, barátta um efsta sætið. Sjálfstraustið er fyrir hendi,“ sagði Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals.

Næstu leikir Vals í Evrópudeildinni:
29.nóvember: PAUC - Valur, kl. 19.45.
6.desember: Ferencváros - Valur, kl. 16.45
13.desember: Valur - Ystads IF HF, kl.19.45
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -